Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2021
62 m²
2 herb.
1 baðherb.
1 svefnh.
Sameiginl. inngangur
Bílastæði
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Falleg og vel skipulögð 62 fm 2 herbergja íbúð á 3.hæð ásamt 6,1 fm svölum í nýlegu lyftuhúsi við Hlíðarenda. Íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu.Seljandi hefur sagt skilvísum leigjendum upp leigusamningi og þurfa þeir að rýma íbúðina í síðasta lagi 30.4.2026. Áhugi þeirra stendur til áframhaldandi leigu ef um semst.
Nánari lýsing:
Komið inn í anddyri með skápum.
Inn af anddyri er baðherbergi með sturtu, fallegri innréttingu og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara.
Eldhús er opið inn í rúmgott alrými/stofu og er með vandaðri innréttingu og tækjum, skápar upp í loft. Úr stofu er gengið út á 6,1 fm suðursvalir.
Rúmgott svefnherbergi með góðum skápum upp í loft.
Íbúðin er lögð parketi (light cracked oak) nema baðherberbergið sem er flísalagt.
Íbúðinni fylgir sérmerkt bílastæði í bílageymslu.
Geymsla íbúðar er í kjallara en hún er 8 fm.
Sameiginlegur garður er skjólgóður með gróðri og hellulögðum eða steyptum gangstígum lögðum hitalögn ásamt bekkjum og leiksvæði með leiktækjum. Vagna og hjólageymsla er í sameign hússins
Stutt er í alla helstu þjónustu, gönguleiðir, aðstöðu til íþróttaiðkunar, háskólana báða og stóra vinnustaði eins og Landspítalann.
Nánari upplýsingar veitir:
Unnar Kjartansson, löggiltur fasteignasali, í síma 867-0968 eða unnar@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
19. ágú. 2020
4.430.000 kr.
45.600.000 kr.
62 m²
735.484 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025