Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Páll Þórólfsson
Guðbjörg Guðmundsdóttir
Jason Kristinn Ólafsson
Sverrir Pálmason
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2004
svg
169 m²
svg
5 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur

Lýsing

Betri Stofan og Jason Kristinn Ólafsson, sími 7751515 kynna: Súlunes 14, 210 Garðabæ. Falleg og neðri sérhæð á Arnarnesinu í tvíbýlishúsi. Allar innréttingar í eigninni eru afar vandaðar og stílhreinar en þær voru hannaðar af Guðbjörgu Magnúsdóttur innanhússarkitekt og smíðaðar af trésmiðjunni Borg. Gegnheilt eikarparket, marmari og flísar á gólfum. Gólfhiti í öllum rýmum. Allar hurðir ná upp í loft og eru þær úr eik eða sandblásnu gleri. Loftið er að hluta til tekið niður með innfelldri lýsingu. Falleg verönd sem er úr stimpilsteypu og steyptum skjólveggjum með innfelldri lýsingu. Húsið stendur á 1740 m2 eignarlóð. 

Nánari lýsing eignar:
Forstofa: Komið er inn í forstofu með marmara á gólfi, speglum og rúmgóðum skáp. Forstofuhurð úr sandblásnu gleri sem nær upp í loft.
Eldhús: Nýlega endurnýjað. Opið út í stofu með stórri eyju. Hvít eldhúsinnrétting með steinborðplötu. Span helluborð, Miele bakaraofn í vinnuhæð, ásamt Miele gufuofni og Vola blöndunartækjum. Innbyggð uppþvottavél og pláss fyrir tvöfaldan ísskáp. Góðar hillur og skápar í eldhúsi. Gluggi í rýminu.  Gegnheilt eikarparketi á gólfi. 
Borðstofa/stofa: Rúmgott, bjart og opið rými. Gegnheilt eikarparket á gólfi. Í rýminu eru stórir gluggar sem ná alveg niður í gólf og er rennihurð á hlið. Útgengt út á 45 m2 stimpilsteypta skjólgóða verönd með steyptum skjólveggjum. Innfelld lýsing í skjólveggjum. Veröndin er séreign eigenda.
Baðherbergi: Tveir inngangar eru á baðherbergið með eikarhurðum sem ná upp í loft, frá gangi og úr hjónaherbergi. Flísar á gólfi og hluta veggja. Rúmgóður „walk-in“ sturtuklefi með glerþil sem nær upp í loft og innbyggðum blöndunartækjum frá Vola. Falleg baðinnrétting með mjög góðu skápaplássi og upphengdu salerni. Speglar á veggjum og tveir vaskar. Gluggar í rýminu. Hægt er að skipta rýminu upp með rennihurð.
Hjónaherbergi: Rúmgott með stórum skápum. Gegnheilt eikarparket á gólfi. Frístandandi baðkar er í herberginu með innbyggðum blöndunartækjum frá Vola. Hurðin inn í herbergið er úr sandblásnu gleri og nær upp loft.
Tvö svefnherbergi: Tvö rúmgóð svefnherbergi, bæði með gegnheilu eikarparketi á gólfi. Annað með gluggum niður í gólf sem snúa að veröndinni en hitt með glugga sem snýr út í garð. Annað herbergið er með eikar rennihurð og góðu hillum.
Þvottahús: Með borði og skápum. Parket og marmari á gólfi. Gluggi í rýminu. Innrétting fyrir þvottavél og þurrkara og vaskur. Innangengt í bílskúr.
Að utan var húsið málað og sprungulagað árið 2025. 

Allar upplýsingar veita: Jason Kristinn Ólafsson, sími 7751515, jason@betristofan.is löggiltur fasteignasali.





Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af ef að kaupum verður:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.

img
Jason Kristinn Ólafsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Betri Stofan Fasteignasala
Borgartúni 30, 105 Reykjavík
Betri Stofan Fasteignasala

Betri Stofan Fasteignasala

Borgartúni 30, 105 Reykjavík
phone
img

Jason Kristinn Ólafsson

Borgartúni 30, 105 Reykjavík
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
9. ágú. 2023
108.900.000 kr.
117.750.000 kr.
169 m²
696.746 kr.
20. okt. 2020
83.450.000 kr.
81.500.000 kr.
169 m²
482.249 kr.
29. maí. 2018
65.250.000 kr.
78.300.000 kr.
169 m²
463.314 kr.
20. nóv. 2008
40.430.000 kr.
60.000.000 kr.
169 m²
355.030 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Betri Stofan Fasteignasala

Betri Stofan Fasteignasala

Borgartúni 30, 105 Reykjavík
phone

Jason Kristinn Ólafsson

Borgartúni 30, 105 Reykjavík