Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Víðir Arnar Kristjánsson
Árni Helgason
Vilborg Gunnarsdóttir
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir
Soffía Sóley Magnúsdóttir
Vera Sigurðardóttir
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1994
svg
165,8 m²
svg
5 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur

Lýsing

Domusnova fasteignasala og Andri H. Agnarsson lgf. kynna til sölu mjög fallegt og vandað parhús með mikilli og veglegri lofthæð. Húsið er á tveimur hæðum með bílskúr innarlega í botnlanga. Húsið er skráð samkvæmt HMS 165,8m2. Íbúðarhlutinn er 142,3m2 og bílskúrinn 23,5m2. Hluti efri hæðar er undir súð og því heildarfermetrar eitthvað fleiri en uppgefnir. 

***Fyrirhugað fasteignamat 2026 er 124.950.000kr. ***

*Bílskúr
*Pallur/verönd og garður 
*Arinn í stofu
*Sér þvottahús

Lýsing eignar:
Aðkoma:
Húsið er innarlega í rólegum botnlanga. Fyrir framan húsið má með góðu móti leggja þremur bílum. Einnig rúmgott svæði fyrir setuaðstöðu fyrir framan hús. 
Forstofa: Flísalögð forstofa með fallegum dökkum náttúru steinflísum og góðu skápaplássi. 
Þvottahús: Innaf forstofu er gengið inn í þvottahús. Þar er stæði fyrir þvottavél og þurrkara. Fínt vinnupláss og góð innrétting. Opnanlegur gluggi. Flísar á gólfi. 
Eldhús: Mjög vönduð innrétting. Mikið skápa og borðpláss. Granítplötur á borðum. Innfelld uppþottavél og ísskápur ásamt bakaraofni í vinnuhæð. Borðkrókur er í eldhúsinu. Háfur yfir eyju. Stórir gluggar og flísar á gólfi. 
Baðherbergi: Innrétting með ágætis geymsluplássi. Granítplata á borði. Baðkar og sér sturtuklefi. Handklæðaofn og upphengt salerni. Flísar á gólfi og opnanlegur gluggi. 
Stofa/borðstofa: Alrýmið er einstaklega fallegt með mjög mikilli lofthæð. Á gólfum er parket og náttúru steinflísar á gólfi. Arinn með íslensku grágrýti í eldhólfi og á syllu. Stórir gluggar á alrýminu gefa fallega sýn. Útgengt frá stofu út á verönd/garð. 
Svefnherbergi I: Á neðri hæðinni er hjónaherbergið. Það er parketlagt með góðum fataskáp
Svefnherbergi II:
Búið er að breyta alrýminu og nýtist þetta svefnherbergi sem hluti af alrýminu í dag. Þessu rými væri hægt að breyta aftur í svefnherbergi.
Svefnherbergi III: Þetta herbergi er á efri hæðinni. Rúmgott herbergi. Parket á gólfi. Mikið útsýni til norðurs. Í herberginu er gott geymslurými undir súð sem er lokað af. 
Efri hæð: Nýtist í dag sem sjónvarpsrými, vinnuaðstaða og svefnherbergi. Undir súð er gott geymslurými.
Bílskúr: Mjög snyrtilegur. Heitt og kalt vatn. Opnanlegur gluggi. Rafmagnsopnari á bílskúrshurð. Gott geymsluloft. 

**Innréttingar voru hannaðar af Önnu Pálu Pálsdóttur arkitekt og smíðaðar af Brúnás. Gólfefni í húsinu eru gegnheilt parket og dökkar náttúru steinflísar. Allir sólbekkir eru úr fallegu blágrýti. Innfelld lýsing með ljósdeyfi (dimmer) í öllu húsinu. Mikil og vegleg lofthæð.

**Að sögn seljanda var húsið, þakkantur og gluggar allt málað fyrir um tveimur árum síðan. 


Nánari upplýsingar veita:
Andri Hrafn Agnarsson löggiltur fasteignasali / s.698-2127 / andri@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Domusnova fasteignasala

Domusnova fasteignasala

Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
10. des. 2014
42.800.000 kr.
48.000.000 kr.
165.8 m²
289.505 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Domusnova fasteignasala

Domusnova fasteignasala

Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
phone