Lýsing
Húsnæðið skiptis í iðnaðarhúsnæði/verkstæði annars vegar og skrifstofu hins vegar. Möguleiki er á að komast á milli hluta, sameiginlegur inngangur er til suðurs, innkeyrsludyr eru til norðurs.
Húsið stendur á iðnaðar- og athafnalóð miðsvæðis í Hveragerði.
Um er að ræða tvö bil, mhl. 01.0101 fastanúmer 229-7581 skráð 59.2 m² að stærð og mhl. 01.0114 fastanúmer. 232.1134 skráð 53.5 m² samtals 112.7 m² að stærð samkvæmt skráningu HMS.
Áhvílandi vsk-kvöð er á eigninni og miðast söluverð eignar við yfirtöku á vsk-kvöð.
Skipulag eignar: Verkstæðisrými með salernisaðstöðu, íbúðarrými með alrými og baðherbergi.
Eignin var endurnýjuð að innan árið 2015 meðal annars ný gólfefni og innréttingar í íbúðar- skrifstofuhluta,
ásamt öllum lögnum; rafmagn og hiti og lýsing í báða hluta eignarinnar.
Nýleg bílskúrshurð u.þ.b. 4 ára gömul. Stærð hurðar er u.þ.b. breidd 4.8 metrar, hæð 4.8 metrar
Nánari lýsing:
Bil 1 (mhl 01.0101), inngöngudyr ásamt innkeyrsludyrum til norðurs.
Málað gólf, innst í rými er borð með stálvaski.
þriggja fasa rafmagn. Heitt og kalt vatn, góð lofthæð er í mest öllu rýminu.
Þaðan er innangengt í Bil 14 (mhl 01.0114) þar er rúmgóð geymsla með steinteppi á gólfi.
Þar fyrir framan er opið rými með stálvask í borði, steinteppi á gólfi.
Baðherbergi er fremst í rýminu, flísar á gólfi, handlaug, sturta og salerni.
Sameiginlegur inngangur með efri hæð er að sunnanverðu við húsið.
Mánamörk 3-5 er iðnaðar/atvinnuhúsnæði, ein hæð með millilofti, húsið skiptist í 14 eignir.
Húsið er samkvæmt HMS skráð sem verkstæði. Undirstöður og gólfplata eru úr járnbentri steinsteypu. Um er að ræða stálgrindarhús með yleiningum,
steypa+málmur byggt árið 2008. Þak er einhalla bárujárnsklætt. Malbikuð lóð í sameign er við eignina. Við hvert bil eru tvö bílastæði
Lóðin er sameiginleg 3070.3 m² leigulóð frá Hveragerðisbæ. 32 bílastæði eru á lóðinni þar af eitt fyrir hreyfihamlaða.
Sérafnotafletir á lóð eru fyrir framan innkeyrsludyr séreigna, með vesturhlið hússins og suðurhlið lóðar, sjá nánar í eignarskiptayfirlýsingu.
Nánari upplýsingar veita:
Kristján Þór Sveinsson, löggiltur fasteignasali, s: 898-6822 / kristjan@helgafellfasteignasala.is
Knútur Bjarnason, löggiltur fasteignasali, s: 775-5800 / knutur@helgafellfasteignasala.is
----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 92.380,- m/vsk.
Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.