Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1990
210,6 m²
7 herb.
2 baðherb.
5 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Sérinngangur
Opið hús: 17. nóvember 2025
kl. 17:00
til 17:30
Opið hús: Garðhús 28, 112 Reykjavík. Eignin verður sýnd mánudaginn 17. nóvember 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Lýsing
GLÆSILEGT RAÐHÚS Á TVEIMUR HÆÐUM MEÐ INNBYGGÐUM BÍLSKÚR Á VINSÆLUM STAÐ Í GRAFARVOGI.
Samkvæmt skráningu Þjóðskrá Íslands er birt flatarmál eignarinnar 210,6 fm. Fyrirhugað fasteignamat 2026 kr. 123.950.000,-
Um er að ræða raðhús með innbyggðum bílskúr í fjögurra íbúða raðhúsalengju á tveimur hæðum byggt árið 1990.
Gengið er inn í rúmgóða forstofu á neðri hæð, úr henni er innangengt í bílskúrinn. Úr forstofu er gengið inn í stórt hol sem aðskilur allar vistarverur neðri hæðarinnar, en þar eru tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og lítill gangur ásamt stigaganginum upp á efri hæðina. Á efri hæðinni er stór stofa og borðstofa með góðri lofthæð, ásamt eldhúsinu, baðherbergi og þremur svefnherbergjum. Útgangur er úr stofunni niður í sólstofu sem er baka til í húsinu. Bílskúrinn er rúmgóður, 29,1 fm. með geymslurými innst inn af.
Forstofa/hol: Rúmgóð flísalögð forstofa, inngangur í bílskúrinn. Holið er rúmgott með flísum á gólfi og góðu skápaplássi. Hiti í gólfi.
Eldhús: Falleg nýleg hvít innrétting með góðu skápaplássi, span helluborð, flísar á gólfi.
Stofur: Bæði stofan og borðstofan eru með parketi á gólfi, útgangur út í sólstofu og þaðan í bakgarðinn.
Svefnherbergin: Fimm rúmgóð svefnherbergi, góðir fataskápar eru í öllum herbergjum, parket á gólfum.
Baðherbergi á neðri hæð: Flísalagt með góðri sturtu, upphengt salerni og innrétting við handlaug.
Baðherbergi á efri hæð: Flísalagt, baðkar með sturtuaðstöðu, innrétting við handlaug, upphengt salerni og handklæðaofn.
Þvottahús: Aðgengilegt með góðum innréttingum og borðplássi, skolvaskur, flísar á gólfi.
Bílskúr: Rúmgóður, skráður 29,1 fm með geymslurými inn af og innréttingu. Rafmagnhurðaopnari. Gott bílaplan er fyrir framan húsið með upphitun.
Garður: Snyrtilegur frágangur á lóðinni, bílaplan er hellulagt, timburverönd er fyrir aftan húsið, en hluti bakgarðsins með grasflöt.
Geymsla: Góð geymsla er undir sólstofunni sem er ekki skráð inn í fermetratölu. Einnig er geymslupláss í rislofti.
Að sögn eigenda hefur húsið fengið gott viðhald; en árið 2022 var eldhús endurnýjað, rafmagn endurnýjað að hluta, parket slípað og lakkað, gólfhiti settur þar sem flísar eru. Árið 2024 var húsið málað að utan, veggir og gluggar.
Falleg, vel skipulögð og snyrtileg eign á mjög góðum og barnvænum stað í Grafarvogi.
Allar nánari uppl. og skoðun veitir: Jóhann Friðgeir, lgf. GSM: 896-3038 e-mail: johann@hofdi.is
Samkvæmt skráningu Þjóðskrá Íslands er birt flatarmál eignarinnar 210,6 fm. Fyrirhugað fasteignamat 2026 kr. 123.950.000,-
Um er að ræða raðhús með innbyggðum bílskúr í fjögurra íbúða raðhúsalengju á tveimur hæðum byggt árið 1990.
Gengið er inn í rúmgóða forstofu á neðri hæð, úr henni er innangengt í bílskúrinn. Úr forstofu er gengið inn í stórt hol sem aðskilur allar vistarverur neðri hæðarinnar, en þar eru tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og lítill gangur ásamt stigaganginum upp á efri hæðina. Á efri hæðinni er stór stofa og borðstofa með góðri lofthæð, ásamt eldhúsinu, baðherbergi og þremur svefnherbergjum. Útgangur er úr stofunni niður í sólstofu sem er baka til í húsinu. Bílskúrinn er rúmgóður, 29,1 fm. með geymslurými innst inn af.
Forstofa/hol: Rúmgóð flísalögð forstofa, inngangur í bílskúrinn. Holið er rúmgott með flísum á gólfi og góðu skápaplássi. Hiti í gólfi.
Eldhús: Falleg nýleg hvít innrétting með góðu skápaplássi, span helluborð, flísar á gólfi.
Stofur: Bæði stofan og borðstofan eru með parketi á gólfi, útgangur út í sólstofu og þaðan í bakgarðinn.
Svefnherbergin: Fimm rúmgóð svefnherbergi, góðir fataskápar eru í öllum herbergjum, parket á gólfum.
Baðherbergi á neðri hæð: Flísalagt með góðri sturtu, upphengt salerni og innrétting við handlaug.
Baðherbergi á efri hæð: Flísalagt, baðkar með sturtuaðstöðu, innrétting við handlaug, upphengt salerni og handklæðaofn.
Þvottahús: Aðgengilegt með góðum innréttingum og borðplássi, skolvaskur, flísar á gólfi.
Bílskúr: Rúmgóður, skráður 29,1 fm með geymslurými inn af og innréttingu. Rafmagnhurðaopnari. Gott bílaplan er fyrir framan húsið með upphitun.
Garður: Snyrtilegur frágangur á lóðinni, bílaplan er hellulagt, timburverönd er fyrir aftan húsið, en hluti bakgarðsins með grasflöt.
Geymsla: Góð geymsla er undir sólstofunni sem er ekki skráð inn í fermetratölu. Einnig er geymslupláss í rislofti.
Að sögn eigenda hefur húsið fengið gott viðhald; en árið 2022 var eldhús endurnýjað, rafmagn endurnýjað að hluta, parket slípað og lakkað, gólfhiti settur þar sem flísar eru. Árið 2024 var húsið málað að utan, veggir og gluggar.
Falleg, vel skipulögð og snyrtileg eign á mjög góðum og barnvænum stað í Grafarvogi.
Allar nánari uppl. og skoðun veitir: Jóhann Friðgeir, lgf. GSM: 896-3038 e-mail: johann@hofdi.is
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
23. mar. 2022
76.750.000 kr.
105.900.000 kr.
210.6 m²
502.849 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025