Lýsing
Rúmgóð og björt 4ra herbergja hæð á 3. hæð ásamt herbergi á jarðhæð í fjögurra íbúða húsi í eftirsóttu hverfi við Ljósvallagötu 12 í Vesturbæ Reykjavíkur í nokkurra mínútna göngufæri við miðbæ Reykjavíkur og Háskóla Íslands. Búið er að endurnýja alla glugga á framhlið íbúðar og í herbergi á jarðhæð ásamt því að skipt var um alla einangrun í útvegg á framhlið. Hús múrviðgert og málað 2020.
Eignin er skráð 107,2 fm samkvæmt HMS sem skiptist í íbúð 92,6 fm merkt 02-01 og herbergi á jarðhæð 14,6 fm merkt 00-03. Fyrirhugað fasteignamat fyrir 2026 er 91.300.000,-. Íbúðin er með góðri lofthæð og skiptist í tvær stofur, eldhús, hjónherbergi, barnaherbergi, baðherbergi og herbergi á jarðhæð.
Nánari lýsing eignar:
Forstofa/gangur með parket á gólfi.
Stofa er björt og rúmgóð með stórum gluggum sem snúa út að Ljósvallagötunni, stofan skiptist í tvennt og er annar hlutinn með parket á gólfi og innri hlutinn með flotuðu gólfi.
Eldhús er með stórum glugga sem snýr út að Ljósvallagötunni, innangengt úr stofu í eldhús. Engin eldhúsinnrétting er í eldhúsinu en stór gaseldavél ásamt vaski og vaskaborði og er því tækifæri hér til að hanna draumaeldhúsið. Parket á gólfi.
Svefnherbergin eru tvö inní í íbúðinniog eru þau með dúk á gólfi, innangengt í stærra herbergið úr innri stofu.
Herbergi á jarðhæð er með hitalögn í gólfi og flotuðu gólfi.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og uppá veggi, baðkar og opnanlegur gluggi, tengi fyrir þvottavél og pláss fyrir þurrkara.
Sameiginlegt þvotta- og þurrkherbergi er á jarðhæð.
Sameiginlegur afgirtur garður er á bakvið húsið sem hægt er að ganga út í úr sameign.
Framkvæmdir innan íbúðar síðustu ár:
2018 -Gólfplata í herbergi á jarðhæð var brotin upp, hitalögn lögð í gólf og gólfið flotað.
2020 - Innri stofa: Skipt um einangrun á útvegg og gluggi endurnýjaður, gólfið flotað og ofn sprautaður.
2022 - Stofa og eldhús: Skipt um einangrun á útvegg og gluggar endurnýjaðir.
2023 - Gluggi í herbergi á jarðhæð endurnýjaður
Framkvæmdir á húsinu síðustu ár:
2018 - Drenað fyrir framan og aftan hús af Lagnafóðrun.
2020 - Múrviðgerðir á öllu ytra byrði hússins og málað ásamt viðgerðum á svölum á efstu hæð og gluggaviðgerðir þar sem þess þurfti.
Staðsetning eignarinnar er mjög góð í hjarta Vesturbæjarins
Allar nánari upplýsingar veitir Freyja Rúnars löggiltur fasteignasali í síma 694 4112 eða freyja@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat