Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2004
75 m²
3 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Þvottahús
Lýsing
Borg fasteignasala og María Mjöll kynna Hraunbæ 109, 110 Reykjavík. Íbúð merkt 0204, þriggja herbergja 75 m2. Íbúð á annari hæð með sérinngangi af svölum í þriggja hæða fjölbýlishúsi. Vel skipulögð og mikið endurnýjuð íbúð, svalir til suðurs sem snúa inn að skjólgóðum sameiginlegum garði.
Skipulag: Anddyri, gangur, baðherbergi, tvö svefnherbergi, stofa , eldhús, þvottahús, geymsla.
Nánari lýsing: Gengið er inn í íbúðina um sérinngang af svölum. Komið inní anddyri með harðparketi á gólfi og fataskáp. Eldhús með nýlegri innréttingu, skápar neðan borðplötu, inn af eldhúsi er þvottahús. Opið er frá eldhúsi yfir í stofu, harðparket er á gólfi, útgengi á svalir íbúðarinnar sem snúa til suðurs í bakgarð hússins. Baðherbergið er nýlega endurnýjað, flísalagt á gólfi og í kringum baðkar. Upphengt salerni baðinnrétting með handlaug, baðkar með sturtuaðstöðu. Svefnherbergin eru tvö með harðparketi á gólfi og annað þeirra með góðum fataskáp.
Annað: Íbúðinni fylgir geymsla 5,4 m2 á jarðhæð í sameign hússins. Sameiginleg hjóla - og vagnageymsla. Sameiginlegur garður með leiktækjum fyrir börn og sérmerkt bílastæði á lóð hússins. Hraunbær 109 -109A er þriggja hæða fjölbýlishús með 22 íbúðum, byggt árið 2004.
Íbúðin er nýlega tekin í gegn á smekklegan hátt.
Nánari upplýsingar veitir: María Mjöll Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 8663934 eða maria@fastborg.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Borg fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi.
3. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Skipulag: Anddyri, gangur, baðherbergi, tvö svefnherbergi, stofa , eldhús, þvottahús, geymsla.
Nánari lýsing: Gengið er inn í íbúðina um sérinngang af svölum. Komið inní anddyri með harðparketi á gólfi og fataskáp. Eldhús með nýlegri innréttingu, skápar neðan borðplötu, inn af eldhúsi er þvottahús. Opið er frá eldhúsi yfir í stofu, harðparket er á gólfi, útgengi á svalir íbúðarinnar sem snúa til suðurs í bakgarð hússins. Baðherbergið er nýlega endurnýjað, flísalagt á gólfi og í kringum baðkar. Upphengt salerni baðinnrétting með handlaug, baðkar með sturtuaðstöðu. Svefnherbergin eru tvö með harðparketi á gólfi og annað þeirra með góðum fataskáp.
Annað: Íbúðinni fylgir geymsla 5,4 m2 á jarðhæð í sameign hússins. Sameiginleg hjóla - og vagnageymsla. Sameiginlegur garður með leiktækjum fyrir börn og sérmerkt bílastæði á lóð hússins. Hraunbær 109 -109A er þriggja hæða fjölbýlishús með 22 íbúðum, byggt árið 2004.
Íbúðin er nýlega tekin í gegn á smekklegan hátt.
Nánari upplýsingar veitir: María Mjöll Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 8663934 eða maria@fastborg.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Borg fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi.
3. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
10. mar. 2023
48.900.000 kr.
51.700.000 kr.
75 m²
689.333 kr.
17. des. 2014
19.600.000 kr.
23.200.000 kr.
75 m²
309.333 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025