Lýsing
Fallega og vel skipulagða fjögurra herbergja 93,0 fm íbúð á efri hæð með sér inngangi við í Austurkór 79 í Kópavogi.
Gott skipulag er á íbúðinni þar sem hver fermeter nýtist vel, hún er með þremur svefnherbergjum, sér þvottahúsi og geymslu innan íbúðar. Baðherbergi hefur nýlega verið endurnýjað, settar nýjar flísar og sturta í stað baðkars og skipt um flísar á þvottahúsgólfi. Út frá stofu eru skjólgóðar svalir í suður. Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla er í sameign. Lóð fyrir utan sérafnotafleti og bílaplan fyrir framan fjölbýlishúsið er í óskiptri sameign.
Eignin skiptist í forstofu, gang, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, geymslu, eldhús og stofu og svalir.
Birtar stærðir skv. Þjóðskrá Íslands: Íbúð er 93,0 fm merkt 01-0207.
Sækja söluyfirlit strax
Nánari lýsing
Forstofa er með flísum á gólfi og fatahengi.
Gangur er með parketi á gólfi.
Svefnherbergi I er með fataskáp, parket á gólfi.
Svefnherbergi II er með fataskáp, parket á gólfi.
Svefnherbergi III (hjónaherbergi) er með stórum fataskáp, parket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með upphengdu salerni, sturtu með glerskilrúmi og innbyggðri hillu og baðinnréttingu með speglaskáp fyrir ofan.
Þvottahús er með tengi fyrir þvottavél og þurrkar, vegghengdum efri skápum, góðu vinnuborði með vaski, flísar á gólfi.
Eldhús og stofa er í opnu og björtu rými, parket á gólfi. Í eldhúsi er eikar innrétting með tengi fyrir uppþvottavél og ísskáp, bakarofn, keramik helluborði og lofthengdum gufugleypi yfir, parket á gólfi. Stofa er björt og þaðan er útgengi á skjólgóðar svalir í suður.
Viðhald 2025
Gluggi fyrir ofan svalahurð var lagfærður.
Gluggi fyrir ofan útidyrahurð var lagfærður
Svalahurð lagfærð.
Gert af fyrirtæki Ferningur byggingarfélag.
Allir gluggar og svalahurð máluð að utan.
Húsið sílanborið og voru það þrjár hliðar sem voru sílanbornar.
Allar nánari upplýsingar veita:
Júlíus Jóhannsson, lögg. fasteignasali
í félagi FF / julius@landmark.is / 823-2600
Monika Hjálmtýsdóttir, viðskiptafr., lögg. fasteignasali
í félagi FF / monika@landmark.is / 823-2800
Láttu okkur selja fyrir þig! Við veitum þér sölu- og kaupráðgjöf án skuldbindingar
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat