Lýsing
Um er að ræða virkilega fallega og mikið endurnýjaða 3ja herbergja 57,6 fm íbúð með sérinngangi og nýlegum timburpalli við Einarsnes 78 í Skerjafirði, miðsvæðis í Reykjavík. Birt stærð skv. HMS: Íbúðin er 57,6 fm, merkt 00-01. Húsið er bárujárnsklætt timburhús, kjallarinn er steyptur og er byggingarár hússins 1932. Eignin skiptist í anddyri, eldhús, stofu, baðherbergi tvö svefnherbergi. Sérmerkt bílastæði er fyrir framan húsið - gólfhiti er í íbúðinni.
Helstu framkvæmdir samkvæmt seljanda: Dren og skólp endurnýjað árið 2020. Múrviðgerð á sökkli hússins og hann málaður árið 2022. Girðing í kringum garðinn máluð 2022. Sorptunnuskýli árið 2022. Skipt um járn og pappa á þaki árið 2024. Gluggar og gler hafa verið endurnýjað ásamt nýlegri útidyrahurð.
Nánari lýsing eignar: Sérinngangur. Komið er inn í anddyri. Frá anddyri tekur við gangur. Á hægri hönd frá anddyri er eldhús með hvítri innréttingu, flísar á milli efri og neðri skápa, borðkrókur og gluggi. Björt stofa með útgangi út á timburpall, gólfsíður gluggi í stofu sem gefur góða birtu inn í rýmið. Rúmgott svefnherbergi með fataskáp. Baðherbergi með eikarinnréttingu, sturtu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Svefnherbergi með glugga. Öll gólf eru flotuð.
Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is
Umsagnir viðskiptavina HÉR
Fylgdu mér á Facebook
Fylgdu mér á Instagram
Pantaðu FRÍTT söluverðmat á www.frittsoluverdmat.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat