Lýsing
ÝTIÐ HÉR TIL AÐ NÁLGAST SÖLUYFIRLIT EIGNARINNAR
Nánari lýsing:
Forstofa - flísar á gólfi - fatahengi - gestasalerni inn af forstofu sem einnig er flísalagt.
Stofa - björt með gólfsíðum gluggum - harðparket á gólfi - útgengt á sólpall með heitum potti.
Eldhús - ný eldhúsinnrétting ásamt nýjum ofni, nýju helluborði, nýrri uppþvottavél og tvöföldum ísskáp með klakavél - harðparket á gólfi - opið við borðstofu.
Hjónaherbergi 1 - harðparket á gólfi - fataskápur.
Herbergi 2 - harðparket á gólfi.
Herbergi 3 - harðparket á gólfi.
Herbergi 4 - harðparket á gólfi.
Aukaherbergi (5) - á svefnherbergisgangi - nýtt harðparket - góður gluggi - er nýtt sem skrifstofurými í dag.
Baðherbergi - flísar á gólfi og veggjum - upphengt salerni - baðkar með sturtuaðstöðu - fín innrétting - handklæðaofn - góður gluggi.
Þvottahús - flísar á gólfi - útgengt í garð framan við húsið - tvær geymslur inn af þvottahúsi, önnur með lúgu upp í þakrými.
Garður - stór garður - heitur pottur - sólpallur - niðurgrafið trampólín fylgir eigninni ásamt rólum.
Bílskúr - heitt og kalt vatn og rafmagn - ný gönguhurð úr bílskúr út í bakgarð.
Á Kleppjárnreykjum er lítil verslun, sundlaug, íþróttahús, tvær líkamsræktarstöðvar, leiksskóli með leikvelli og grunnskóli fyrir nemendur frá 1. – 10. bekk. Á skólalóðinni eru leiktæki og leikvellir sem íbúar geta nýtt sér.
Stutt er í verslanir og afþreyingau af ýmsu tagi og er mikið um náttúruperlur í nágrenninu. Má þar t.d. nefna Krauma, Húsafell, Hvalfjörðinn, Glym, Hvanneyri, Skorradalinn, Baulu, Grábrók og Paradísarlaut.
Mikil er um fallegar hjóla- og reiðleiðir og gaman er að hjóla hringinn í Borgarfirðinum sem er 75 km eða á alla fallegu náttúruperlurnar í kring.
Allar frekari upplýsingar veitir Gunnar Sv. Friðriksson lögmaður og löggiltur fasteignasali í síma 842 2217 / gunnar@helgafellfasteignasala.is
----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 92.380,- m/vsk.
Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.