Lýsing
-- Smelltu hér til að sækja kynningarbækling. --
Nánari lýsing:
Anddyri: Komið er inn í anddyri með fatahengi.
Eldhús: Snyrtileg hvít innrétting með góðu skápa- og vinnuplássi, ofn í vinnuhæð og innbyggð uppþvottavél og ísskápur. Stofa og eldhús mynda opið rými. Parket á gólfi.
Stofa/borðstofa: Bjart og rúmgott rými með parketi á gólfi. Útgengt er á stórar, sólríkar og skjólgóðar suðvestur svalir.
Hjónaherbergi: Parket á gólfi og góðir fataskápar.
Svefnherbergi: Parket á gólfi og fataskápur.
Baðherbergi: Baðherbergið er nýlega endurnýjað. Flísalagt í hólf og gólf, walk-in sturta, vegghengt salerni og handklæðaofn. Falleg viðarinnrétting með vaski og spegill með lýsingu og móðuvörn. Valin voru vönduð efni og tæki, m.a. Grohe blöndunartæki, Vento handklæðaofn og gler frá Íspan.
Geymsla og sameign: Sérgeymsla 4,8 fermetrar í sameign ásamt sameiginlegu þvottahúsi og hjólageymslu í kjallara.
Annað:
Íbúðin er á efstu hæð með miklu næði og engar íbúðir eru beint á móti.
Skipt hefur verið um gler að hluta í íbúðinni og einnig í stigahúsi.
Húsið var nýlega málað að utan og þak endurnýjað.
Stigagangur var teppalagður og málaður.
Um er að ræða frábærlega staðsetta eign miðsvæðis í Reykjavík. Stutt í verslanir, þjónustu, leikskóla, grunnskóla, íþróttastarf, gönguleiðir, háskóla, menntaskóla, miðbæinn, stofnbrautir og samgönguleiðir.
Nánari upplýsingar veitir:
Baldur Jezorski – löggiltur fasteignasali
baldur@fastgardur.is / Beinn sími: 450-0000
Verðmat fasteigna
Baldur - Meðmæli
Lúxus fasteignir á Íslandi
Greidslumat.is - Getur þú keypt eignina?
Lóðarmat: 8.420.000
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður