Lýsing
|| Nýlegar framkvæmdir: Gluggar voru endurnýjaðir að hluta 2023 og aðrir málaðir. Dyrasími endurnýjaður. Holuviðgerðir á bílaplani og planið málað * ||
Forstofa og hol eru með parketi á gólfi og rúmgóðum fataskápum.
Stofan er björt og rúmgóð með parketi á gólfi með útgengi út á suðursvalir sem eru yfirbyggðar.
Eldhúsið er með korki á gólfum, viðarinnréttingu og góðum borðkrók. Ísskápur getur fylgt. Flísalagt milli efri og neðri skápa.
Herbergi I er mjög rúmgott með dúk á gólfi, nýlegum fataskáp og vestur svölum.
Herbergi II er með dúk á gólfi og fataskáp.
Herbergi III er með parketi á gólfi.
Baðherbergið er flísalagt með hvítri innréttingu, sturtu og tengi fyrir þvottavél. Opnanlegur gluggi.
Bílskúrinn er í bílskúrslengju, gengt húsinu. Heitt og kalt vatn er í bílskúrnum og hiti.
Í sameign er sérgeymsla íbúðar ásamt hjólageymslu og sameiginlegu þvotta- og þurrkherbergi.
Upplýsingar veitir Sigurður Samúelsson Lgf í síma 896-2312 eða ss@landmark.is
----------------------------------------------------------
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat