Opið hús að Ljósvallagötu 18, 101 Reykjavík, sunnudaginn 4. janúar 2026 á milli kl. 14:00 og kl. 14:30.
Lýsing
Mikið uppgerð, björt og falleg 4ra herbergja íbúð á 2. hæð ásamt upphitaðri útigeymslu í fjögurra íbúða húsi í eftirsóttu hverfi við Ljósvallagötu 18 í Vesturbær Reykjavíkur í nokkurra mínútna göngufæri við miðbæinn og Háskóla Íslands. Íbúðin var nánast öll endurnýjuð árið 2023.
Næg bílastæði þar sem eingöngu eru hús öðrum megin við götuna. Sameiginleg vel hirt lóð stendur bæði framan og aftan við hús.
Eignin er skráð 81,4 fm samkvæmt HMS en 7,5 fm upphituð útigeymsla fylgir íbúðinni og eru því heildarfermetrar eignar samtals 88,9 fm. Fyrirhugað fasteignamat fyrir 2026 er 78.100.000,-. Íbúðin skiptist í gang, tvær stofur (stofa og svefnherbergi) og tvö góð svefnherbergi, baðherbergi og eldhús.
Nánari lýsing eignar:
Forstofa/gangur með parket á gólfi.
Tvískipt stofa þar sem annar hlutinn er í dag nýttur sem svefnherbergi, rennihurð á milli og parket á gólfi.
Eldhús var endurnýjað 2023 með fallegri innréttingu með innbyggðum ísskáp, innbyggðri uppþvottavél og span helluborði. Borðkrókur við glugga og parket á gólfi. Í eldhúsi er rafmagnsdós tengd með sér grein í rafmagnstöflu.
Svefnherbergi I (annar hluti stofunnar) er með góðum fataskápum og parket á gólfi.
Svefnherbergi II er rúmgott með innangengt úr stofu með parket á gólfi, einnig inn/útgengt úr þessu herbergi fram í sameign.
Svefnherbergi III er er rúmgott með parket á gólfi.
Baðherbergi var endurnýjað 2023 er með flísum á gólfi og uppá veggi, tveir vaskar, upphengt salerni og sturta. Raftenglar fyrir þvottavél og þurrkara til staðar.
Sameiginlegt þvotta- og þurrkherbergi er á jarðhæð.
Geymsluskúr (15fm) stendur á baklóð, en hálfur skúrinn (7,5fm) er í eigu íbúðarinnar en er ekki skráður í birtum fermetrum skv HMS. Sá hluti skúrsins sem tilheyrir íbúðinni hefur verið gerður upp, einangraður (líka frá hinum hluta skúrsins) og blikk hattur settur yfir þann hluta steinveggs sem tilheyrir þessum eignarhluta, upphitaður og 16A rafmagn.
Sameiginlegur afgirtur garður er á bakvið húsið sem hægt er að ganga út í úr sameign.
Eignin var mikið endurnýjuð að innan 2023:
Eldhús og baðherbergi endurnýjað voru endurnýjuð, ofnar og ofnalagnir endurnýjaðir og ofnar færðir undir gluggana, rafmagn að miklu leyti endurnýjað í íbúð og geymsluskúr og veggir í íbúð hreinsaðir, heilspartlaðir og málaðir.
Húsinu sjálfu hefur verið vel viðhaldið:
Blikkhattur settur á þakkant húss ásamt þeim hluta steinveggs á geymsluskúr sem tilheyrir þessum eignarhlut, hús múrviðgert og málað að utan, einhver gler og opnanleg fög hafa verið endurnýjuð og viðgerðir á skolplögnum frá húsi og út í götu.
Staðsetning eignarinnar er mjög góð í hjarta Vesturbæjarins
Allar nánari upplýsingar veitir Freyja Rúnars löggiltur fasteignasali í síma 694 4112 eða freyja@landmark.is
____________________________________________________
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat