Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ástþór Reynir Guðmundsson
Vigdís R. S. Helgadóttir
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Gylfi Jens Gylfason
Sigrún Matthea Sigvaldadóttir
Sveinn Gíslason
Páll Guðmundsson
Þórarinn Arnar Sævarsson
Berglind Hólm Birgisdóttir
Þorsteinn Gíslason
Guðrún Lilja Tryggvadóttir
Brynjar Ingólfsson
Guðný Þorsteinsdóttir
Bjarni Blöndal
Þorsteinn Ólafs
Þórdís Björk Davíðsdóttir
Jóhann Kristinn Jóhannesson
Bjarný Björg Arnórsdóttir
Salvör Þóra Davíðsdóttir
Magga Sigríður Gísladóttir
Vista
parhús

Akrakór 5

203 Kópavogur

179.800.000 kr.

815.050 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2329127

Fasteignamat

107.450.000 kr.

Brunabótamat

0 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
220,6 m²
svg
6 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Útsýni
svg
Sérinngangur

Lýsing

RE/MAX og Stefán Jarl kynna til sölu: Nýtt og vandað parhús á útsýnisstað við Akrakór 5A, 203 Kópavogi. Um er að ræða staðsteypt 220,6 fm glæsilegt parhús með sjónsteypuveggjum að hluta til að innan og að utan. Efri hæð er klædd og einangruð að utan að hluta með vandaðri 2 mm álklæðningu í Deep dark grey lit.

Húsið skilast skráð á byggingarstigi B2 en er lengra komið og er nánast komið á B3 (tilbúið til innréttinga). Búið er að setja upp alla milliveggi á jarðhæð og mála nema inn á salerni og þvottahúsi þar sem kaupandi mun sjá um að setja upp blöndunartæki, tengja og klára frárennsli eftir því sem við á. Búið er að setja upp milliveggi í hjónasvítu á efri hæðinni en kaupandi mun sjá um að setja blöndunartæki og tengja frárennsli á baðherbergi.
Gólf verða þurrslípuð en á eftir að ganga frá í rétta hæð og rykbinda. 
Gólfhiti kominn á neðri hæð og búið að tengja í hitagrind. Kaupandi sér sjálfur um að klára gólfhita fyrir efri hæð en búið er að leggja lagnir í svalir á efri hæð. 

Svalir skilast með ál/gler handriði, lituðu gleri og gera ráð fyrir svalalokun. 

Á skyggni á framhlið og á svölum verður sett steinull og klæðning sem verður svört Japanese wood. 
Samkvæmt teikningu skiptist neðri hæð í forstofu, gang með útgönguhurð, þvottahús, 3 svefnherbergi, baðherbergi með útgönguhurð til suðurs þar sem gert verður ráð fyrir heitum potti og innbyggður rúmgóður bílskúr með geymslu inn af.  
Á efri hæð skiptist húsið í eldhús/borðstofu þar sem gert er ráð fyrir eldhúseyju, stór rennihurð út á stórar 21,9 m2 suður svalir með hitalögnum í svalagólfinu ásamt gönguhurð úr eldhúsi, stofu með glæsilegum stórum útsýnis hornglugga án gluggapósta til að útsýnið njóti sín óskert. Gert er ráð fyrir arni í stofu, aðrar svalir úr holi beint á móti stiga, fljótandi stigi er á milli hæða sem kaupandi sér um að klára og flota stigapall í rétta hæð. 

Bílskúr skilast slípaður og ómálaður með fallegri svartri bílskúrshurð með rafmagns hurðaopnara, gert er ráð fyrri ofni inn í bílskúr. 

Að innan eru veggir spaslaðir og grunnmálaðir á plasteiangrun á neðrihæð og að hluta efri hæðar. Allar útihurðir og gluggar eru úr timbur/áli nema stóri útsýnisgluggi er úr áli, hurðaop að innan eru flest með aukinni hæð eða um 2,25 cm á hæð. Gluggar eru glerjaðir með tvöföldu K-gleri. Þakgluggi er inn á baðherbegi í hjónasvítunni.
Gert er ráð fyrir innfelldri LED lýsingum inn í veggjum og í lofti. Einnig er gert ráð fyrir rafmagnsgardínu að stórum hluta á efri hæð.
 
Lóð skilast grófjöfnuð að framan og búið að setja gras að aftan og að hluta suðaustan við húsið. 
 
Neysluvatnslagnir tengdar við stofninntak.  
Heimtaug rafmagns og hita tengd og frágengin.  
Rafmangstaflan komin en búið er að draga einhverjar rafmagnsdósir. "Free at home" kerfi fyrir lýsingu og gólfhita er komið í rafmagnstöflu. 
Vinnulýsing er komin í húsið og skilast rafmagn eins og það er núna í húsinu og er kaupandi beðin að kynna sér vel stöðuna á rafmagni. 
Svalir út frá eldhúsi komnar í rétta hæð undir endanlegt slitlag og á eftir að flota, gólfhiti kominn. 
Að utan á neðri hæð og innan af svölum á efri hæð á eftir að þrífa og lakka sjónsteypuna að utan.  

Bílastæði og lóð verða grófjöfnuð að hluta og lagnir í lóð verða frágengnar. Gert er ráð fyrir að hægt sé að leggja hita í stétt og bílaplan.  

Kaupandi greiðir skipulagsgjald við útfáfu endanlegs brunabótamats sem nemur 0,3% af mati.

Nánari upplýsingar veitir: Stefán Jarl - Löggiltur fasteignasali - stefan@remax.is / 892 9966

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.
 

RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone
RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone