Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Hannes Steindórsson
Bogi Molby Pétursson
Guðrún Antonsdóttir
Heimir Hallgrímsson
Hrafnkell P. H. Pálmason
Viðar Marinósson
Elías Haraldsson
Kristján Þórir Hauksson
Albert Bjarni Úlfarsson
Ragnar Þorsteinsson
Þórey Ólafsdóttir
Andri Freyr Halldórsson
Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2019
103,4 m²
4 herb.
1 baðherb.
3 svefnh.
Sérinngangur
Lýsing
LIND fasteignasala og Guðmundur Hallgrímsson, löggiltur fasteignasali, kynna: Borgarholtsbraut 67.
Glæsileg fjögurra herbergja íbúð í nýlegu tveggja hæða fjórbýli með sérinngangi, staðsett í grónu og fallegu hverfi í vesturbæ Kópavogs.
Íbúðin er á jarðhæð og er samtals 103,4 fm skv. HMS, auk þess er 15 fm geymsluskúr á lóð. Íbúðin er með stórri timburverönd sem snýr í suður og er sannkallaður sælureitur. Heitur og kaldur pottur eru á pallinum ásamt útieldhúsi með innbyggðu grilli sem fylgir. Á lóðinni er einnig um 15 fm geymsluskúr með rafmagni og lögnum fyrir vaski og stýringu fyrir heita pottinn. Frábær staðsetning – á bakvið húsið er almenningsgarðurinn Listatún, og við hliðina er Stellu-róluvöllur. Í næsta nágrenni má finna grunnskóla, leikskóla, sundlaug, bakarí og alla helstu þjónustu. Tvö bílastæði fylgja eigninni og búið er að setja upp hleðslustöð. Hiti er í stétt.
Nánari lýsing:
Gengið inn í íbúðina frá austurhlið hússins.
Anddyri:
Flísalagt með fataskáp og lokað af með rennihurð.
Stofa og eldhús:
Opið og bjart rými með gólfsíðum gluggum og rennihurð út á timburverönd sem snýr í suður.
Eldhús:
Falleg sérsmíðuð hvít háglans-innrétting frá HTH með innbyggðri uppþvottavél, innbyggðum ísskáp og bakaraofni í vinnsluhæð.
Eyja með spanhelluborði og háf, hægt er að sitja við hana.
Hjónaherbergi:
Rúmgott með góðum skápum og harðparketi á gólfum.
Svefnherbergi II:
Rúmgott með skápum og parketi.
Svefnherbergi III:
Mjög rúmgott með skápum og parketi.
Baðherbergi:
Rúmgott með sérsmíðaðri innréttingu og handlaug. Handklæðaofn og upphengt salerni. sturtubotn er flísalagður og sturtuhlið úr hertu gleri. Innrétting fyrir þvottavél og þurrkara í vinnsluhæð með skúffum. Flísar á gólfi og veggir að hluta.
Geymsla:
Er innan íbúðar og geymsluskúr á lóð.
Verönd:
Stór timburverönd með skjólvegg á milli íbúða. Heitur og kaldur pottur ásamt útieldhúsi. Pottar, pallur og útieldhús er frá 2024. Snjallstýring er á potti.
Geymsluskúr á lóð, byggður 2024.
Gólfefni: Flísar á gólfum í forstofu, baðherbergi og geymslu. Annars staðar er 245 mm breitt harðparket frá Birgisson. Gólfhiti í allri íbúðinni.
Sameign:
Hjóla- og vagnageymsla.
Bygging:
Burðarvirki er steinsteypt. Útveggir einangraðir að utan og klæddir.
Klæðning er þrískipt: bárujárn á stærstum hluta hússins, lerkiklæðning á 2. hæð við svalir og á 1. hæð við innganga. Slétt ál í kringum skyggni og í stigaopi.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir:
Guðmundur Hallgrímsson Löggiltur fasteignasali í síma 898-5115 / Gudmundur@fastlind.is
-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% (fyrstu kaup), 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Lántökugjald af veðskuldabréfi mishátt milli lánastofnuna. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 3.800 af hverju skjali.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 74.900,
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
23. feb. 2022
57.200.000 kr.
84.500.000 kr.
103.4 m²
817.215 kr.
17. sep. 2019
5.360.000 kr.
58.900.000 kr.
103.4 m²
569.632 kr.
18. des. 2017
43.950.000 kr.
44.000.000 kr.
131.3 m²
335.110 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2026