Lýsing
Allar nánari upplýsingar veita Hallgrímur Hólmsteinsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6020 eða með tölvupósti á hallgrimur@trausti.is og Kristján Baldursson löggiltur fasteignasali með tölvupósti á kristjan@trausti.is.
Eignin er skráð 50,4 fm. skv. HMS í steinsteyptu fjórbýli frá 1964 teiknuðu af Kjartani Sveinssyni.
Íbúðin er opin og björt með góðum gluggum þar sem alrými með eldhúsi og stofu leikur aðalhlutverkið. Eitt herbergi er í íbúðinni, forstofa með innbyggðum skáp og rúmgott baðherbergi með tengingu fyrir þvottavél.
Íbúðin var mikið endurnýjuð að innan árið 2022. Skipt var um eldhúsinnréttingu þar sem sett voru vönduð eldhústæki frá Siemens. Innfelld uppþvottavél og ísskápur fylgja með. Á baðherbergi voru settar nýjar flísar á gólf, nýtt innbyggt salerni og blöndunartæki við handlaug. Fallegt harðparket með burstaðri áferð var lagt á gólf í alrými og svefnherbergi og sérsmíðaðar hillur byggðar undir gluggakistu ásamt grindverki fyrir ofna. Þá voru sett ný ljós og gardínur í alla glugga. Í framkvæmdunum var lagnagrind hússins færð úr herbergi í íbúð í sameiginlega geymslu, lagnir að hluta til endurnýjaðar og ný rafmagnstafla sett.
Um er að ræða fallegt og vel viðhaldið fjölbýlishús þar sem vandað hefur verið til verks.
Þetta er einstaklega björt, falleg og vel staðsett eign í Hlíðunum, þar sem stutt er í alla helstu verslun og þjónustu, skóla á öllum stigum og gott aðgengi að almenningssamgöngum. Í næsta nágrenni eru jafnframt falleg útivistarsvæði ásamt góðum göngu- og hjólaleiðum.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Hallgrímur Hólmsteinsson í síma 896-6020 eða með tölvupósti á hallgrimur@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 3.800 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.