Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1948
232,7 m²
9 herb.
3 baðherb.
6 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Vel skipulagt 232 fm einbýlishús sem samanstendur af hæð og kjallara auk bílskúrs. Mjög auðvelt að útbúa aukaíbúð í kjallara. Karfavogur er vel staðsett gata í Vogahverfinu í Reykjavík. Stutt er í skóla og alla aðra þjónustu. Verslunarkjarninn í Glæsibæ auk Skeifunnar er í göngufæri. Líkamsræktarstöðvar og Laugardalurinn eru í næsta nágrenni.***Smelltu hér fyrir söluyfirlit***
Nánari lýsing:
Komið er í forstofu með skáp. Flísalagt baðherbergi með sturtuklefa og glugga.
Hol, borðstofa og stofa mynda mjög góða heild og er útgengt á stórar svalir frá stofu og eru tröppur frá svölum niður í garð. Til hliðar við eldhús og í framhaldi af stofu er borðstofa.
Eldhús með hvítri innréttingu með viðarborðplötu. Tengi fyrir uppþvottavél og bakaraofn í vinnuhæð.
Svefnherbergin á hæðinni eru tvö:
Rúmgott hjónaherbergi með tveimur tvöföldum fataskápum.
Rúmgott herbergi með parketi á gólfi. Fataskápur.
Það er risloft yfir allri aðalhæðinni.
Gólfefni hæðar: Harðparket er á öllum gólfum nema á baðherbergi þar eru flísar og dúkur á forstofu og í eldhúsi.
Frá forstofu er stigi niður í kjallara. Komið er á gang en inn í kjallara eru tveir inngangar að utan.
Í kjallara eru 5 svefnherbergi, snyrting/geymsla, baðherbergi og þvottahús.
Öll herbergin eru í góðri stærð og þar af eitt sérstaklega rúmgott sem áður var notað sem stofa fyrir aukaíbúð.
Gólfefni: Harðparket er á herbergjum, flísar á baðherbergi og snyrtingu og málað gólf í þvottahúsi.
Það væri mjög auðvelt að útbúa 60 fm íbúð með sérinngangi og skiptist hún í forstofu, lítið herbergi, gott svefnherbergi með skápum, ágætt eldhús, stofu og flísalagt baðherbergi með sturtu.
Eignin hefur fengið gott viðhald á undanförnum árum að sögn seljanda; 2014 var skipt um þak og einnig voru raf-, vatns-, ofna- og frárennslislagnir endurnýjaðar. Árið 2016-17 var skipt um alla glugga og allt gler í húsinu. Húsið er timburhús með steyptum kjallara, klæðningin að utan er úr Asbesti.
Nánari upplýsingar veita:
Unnar Kjartansson, löggiltur fasteignasali, í síma 867-0968 eða unnar@eignamidlun.is
Alfreð Valencia, aðstoðarmaður fasteignasala í síma 776-2150 eða alfred@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
4. maí. 2016
126.250.000 kr.
63.000.000 kr.
10101 m²
6.237 kr.
6. apr. 2022
90.350.000 kr.
112.500.000 kr.
232.7 m²
483.455 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2026