Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Hannes Steindórsson
Bogi Molby Pétursson
Guðrún Antonsdóttir
Heimir Hallgrímsson
Hrafnkell P. H. Pálmason
Viðar Marinósson
Elías Haraldsson
Kristján Þórir Hauksson
Albert Bjarni Úlfarsson
Ragnar Þorsteinsson
Þórey Ólafsdóttir
Andri Freyr Halldórsson
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1975
svg
202 m²
svg
7 herb.
svg
2 baðherb.
svg
5 svefnh.
svg
Sérinngangur
Opið hús: 17. janúar 2026 kl. 14:00 til 14:30

Opið hús: Nesbali 20, 170 Seltjarnarnes. Laugardaginn 17. janúar kl. 14:00 og kl. 14:30.

Lýsing

LIND Fasteignasala og Guðmundur Hallgrímsson lgfs kynna Nesbala 20 Seltjarnarnesi.

Lýsing:

•    Fallegt og vel skipulagt 202,0 fm raðhús á tveimur hæðum með bílskúr, á 482,0 fm eignalóð.
•    Eignin hefur verið töluvert endurnýjuð á undanförnum árum og skiptist í forstofu, stórt alrými, opið eldhús, borðstofu og stofu, 5 svefnherbergi, tvö baðherbergi, bar og um 30 fm óskráð afþreyingarrými.
•    Á efri hæð eru stórar suðvestur-svalir og á neðri hæð er mjög stór og skjólgóð viðarverönd sem þekur allan garðinn, með heitum potti og geymsluskúr.
•    Bílskúr er 58,0 fm.
•    Einstaklega fallegt fjölskylduhús á eftirsóttum stað þar sem stutt er í leik- og grunnskóla, sundlaug, heilsurækt, verslanir, útivistarsvæði og fallegar gönguleiðir.

Nánari lýsing – Neðri hæð:
Forstofa: Forstofa er flísalögð með vönduðum flísum frá Ebson og með gólfhita. Þaðan er gengið inn í opið alrými, einnig með gólfhita.
Baðherbergi: Baðherbergi er nýlega endurnýjað, flísalagt í hólf og gólf. Hvít vaskinnrétting með speglaskáp, handklæðaofn, upphengt salerni og sturta með smásteinaflísum í botni.
Svefnherbergi: Svefnherbergi á neðri hæð eru tvö; annað er rúmgott og bjart með parketi, hitt með kókosteppi.
Bar- og afþreyingarrými: Bar- og afþreyingarrými er í sólskála – óskráð, tæpl. 30 fm rými með miklum möguleikum. Barborð og skápar voru nýlega sett upp og vandað kókosteppi á gólfum. Útgengt er út á stóra og skjólgóða viðarverönd með heitum potti og geymsluskúr.
Bílskúr og þvottahús: Innangengt er í 58 fm bílskúr með sjálfvirkri hurð. Þar er jafnframt þvottahús með góðum innréttingum. Bílskúr hefur verið nýttur sem geymslu- og æfingarrými.

Nánari lýsing – Efri hæð:
Eldhús: Eldhús er rúmgott og bjart, flísalagt með hvítum innréttingum, góðu skápaplássi og flísum á milli skápa. Bökunarofn er í vinnuhæð. Undir flísum er fræst fyrir gólfhita og er lagnakerfið tilbúið til tengingar.
Stofa og borðstofa: Opið er inn í borðstofu og stofu með útgengi á stórar suðvestur-svalir.
Svefnherbergi: Við stiga er opið rými og gangur sem leiðir að þremur svefnherbergjum.
Hjónaherbergi er rúmgott og bjart með fallegum hljóðeinangrandi panel frá Ebson á vegg.
Baðherbergi: Baðherbergi er að mestu upprunalegt, flísalagt í hólf og gólf, með baðkari, hvítri vaskinnréttingu, speglaskáp og stórum opnanlegum glugga.

Allar frekari upplýsingar um eignina veitir
Guðmundur Hallgrímsson Löggiltur fasteignasali í síma 898-5115 / Gudmundur@fastlind.is  


Endurbætur síðustu ára:
2025
•    Hús málað að utan að stórum hluta.
•    Klætt og einangrað að utan við hurð út í garð.
•    Þakrenna og niðurfall endurnýjað að aftan.
•    Þakkant skipt út að hluta og málaður.
•    Bílskúrshurð, ruslageymsla og beð málað.
•    Geymsla á palli máluð.
2024
•    Fataskápar endurnýjaðir í forstofu og flestum herbergjum.
•    Hurðum á efri hæð skipt út (Birgisson).
•    Teppi lagt á stiga.
•    Bílskúr málaður og settur upp að hluta sem líkamsrækt.
2023 
•    Loft tekið niður og rafmagn endurnýjað í stofu, eldhúsi og stigagangi.
•    Innfelld lýsing sett.
•    Rafmagnstöflur yfirfarðar og endurnýjaðar að stórum hluta.
•    Parket endurnýjað á efri hæð.
•    Hús málað að innan.
•    Ný tvískipt hurð út á verönd og geymsluskúr settur upp.
2021–2022
•    Parket lagt á neðri hæð.
•    Gólfhiti settur í forstofu og hol.
•    Húsið málað.
•    Ný rennihurð milli hols og sólskála.
•    Innihurðir endurnýjaðar á neðri hæð.
•    Miðstöð lagna endurnýjuð.
2017
•    Baðherbergi á neðri hæð endurnýjað.
•    Bar og kókosteppi sett í afþreyingarrými.
•    Pallur smíðaður og heitur pottur settur upp.
•    Rafmagnstenglum skipt út að mestu.
2016
•    Allir gluggar og svalarhurð endurnýjuð.
•    Nýjar lagnir í eldhúsi og frárennslislagnir endurnýjaðar.

Athugið: Skipulagi neðri hæðar hefur verið breytt frá upprunalegum teikningum, m.a. með viðbót á sólskála.

Allar frekari upplýsingar um eignina veitir
Guðmundur Hallgrímsson Löggiltur fasteignasali í síma 898-5115 / Gudmundur@fastlind.is  

-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% (fyrstu kaup), 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Lántökugjald af veðskuldabréfi mishátt milli lánastofnuna. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 3.800 af hverju skjali.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 74.900,
 

Lind fasteignasala ehf.

Lind fasteignasala ehf.

Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
15. sep. 2023
109.350.000 kr.
140.000.000 kr.
202 m²
693.069 kr.
15. ágú. 2014
50.200.000 kr.
58.000.000 kr.
202 m²
287.129 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2026
Lind fasteignasala ehf.

Lind fasteignasala ehf.

Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
phone