Opið hús að Seljalandi 3, 108 Reykjavík, 1.h.h. sunnudaginn 18. janúar 2026 á milli kl. 14:00 og kl. 14:30.
Lýsing
Rúmgóð og falleg, mikið endurnýjuð 4ra herbergja íbúð á 1. hæð ásamt stúdíóíbúð í kjallara og bílskúr í litlu fjölbýli við Seljaland 3 í Reykjavík. Möguleiki á leigutekjum. Eignin er vel staðsett þar sem stutt er í stofnbrautir og alla helstu þjónustu.
Eignin er skráð 145 fm samkvæmt HMS og skiptist í íbúð 121,7 fm merkt 020102 og bílskúr 23,3 fm merkt 010102.
Nánari lýsing eignar:
Forstofa/hol með fataskáp og flísar á gólfi, hitalögn undir flísum.
Herbergjagangur með flísum á gólfi, hitalögn undir flísum.
Stofa/borðstofa og eldhús er í opnu og björtu alrými með útgengt á djúpar og góðar suðursvalir sem liggja meðfram íbúðinni, parket á gólfi.
Eldhús er með rúmgóðri eikarinnréttingu, stór eyja með span helluborði og góðu skúffu- og skápaplássi, bakaraofn í vinnuhæð, tækjaskápur og tengi fyrir uppþvottavél. Flísar á gólfi og hitalögn undir flísum.
Lítil geymsla/búr innaf eldhúsi.
Hjónaherbergi með skápum og parket á gólfi.
Herbergi II er með parket á gólfi.
Herbergi III er með parket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með walk in sturtu, tveir vaskar og góð innrétting. Skápur og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Vaskar, salerni og blöndunartæki í sturtu, sturtugler endurnýjuð nýlega.
Stúdíóíbúð í kjallara er 23fm en gengið er inní hana úr sameign, parket á gólfi, eldhúsaðstaða og flísalagt baðherbergi með sturtu. Stórir gluggar sem snúa út í garð þannig að íbúðin er mjög björt.
Sérgeymsla íbúðar er í sameign í kjallara.
Þvotta-og þurrkherbergi í sameign ásamt hjólageymslu.
Íbúðin og húsið sjálft hefur fengið gott og reglulegt viðhald.
Íbúðin:
2019 - nýjar borðplötur í eldhúsi, höldur, blöndunartæki og vifta. Innihurðar málaðar.
2020 - Nýr þrýstijafnari fyrir íbúð, gler í herbergjum endurnýjað sem var ekki búið að endurnýja.
2020 - Studíóíbúð: Baðherbergi endurnýjað, nýjar flísar á gólf og sturtu, ný innrétting, vaskur og blöndunartæki. Eldhúsinnrétting endurnýjuð ásamt vaski.
2023 - Rafmagnsefni endurnýjað og dregið í jörð þar sem vantaði. Bakaraofn og helluborð í eldhúsi endurnýjað. Nýtt sturtugler og blöndunartæki í sturtu.
2024 - Salerni, salerniskassi og vaskar endurnýjaðir í baðherbergi íbúðar. Skipt um loftaklæðningu á baði í studíóíbúð.
2025 - Íbúð máluð: stofa, gangur eldhús og hjónaherbergi.
Húsið:
2018 - Hús og gluggar málaðir að mestu leyti.
2020 - Skipt um þakjárn, flasningar, rennur, allt timbur og sperrur sem þurfti að endurnýja. Suðurhlið múrviðgerð, inndæling í sprungur og málað að hluta.
2024-2025 - Skipt um glugga á suðurhlið í þrem íbúðum. Tveimur í S-1 og einni í S-3.
2025 - Stigagangur: sameign máluð og skipt um teppi.
Allar nánari upplýsingar veitir Freyja Rúnars löggiltur fasteignasali í síma 694-4112 eða freyja@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat