Lýsing
Um er að ræða sumarhús í sumarhúsahverfi í landi Áfgerðarholts, um 6 km. vestur af Borgarnesi. Húsið er skráð skv skráningu HMS 92,9 fm og stendur á 4,397 fm eignarlóð. Húsið er byggt í tveimur áföngum. Húsið er timburhús og eru undirstöður steyptar súlur. Rafmagnskynding og rafmagnsofnar í gamla hlutanum en gólfhiti í nýrri hlutanum.
Eignin skiptist í forstofu, fjögur svefnherbergi, eldhús og stofu sem mynda alrými, svefnálmu og baðherbergi. Svefnloft er yfir hluta hússins.
Eldri hluti hússins var byggður 1990. Sá hluti hússins er mikið uppgerður. Gluggar hafa allir verið endurnýjaði og útihurð. Þá eru nýjar rennihurðir á tvo vegu úr stofu út á sólpallinn. Ný gólfefni, parket er á þessum hluta hússins. Eldhúsinnrétting er ný með innbyggðum ísskáp, uppþvottavél og helluborð. Tvö svefnherbergi með nýlegu parketi á gólfum. Þessi hluti hússins er kyntur með vegghengdum ofnum.
Viðbygging er með standandi timburklæðningu með hita í gólfum. Gengt er á tvo vegu út á sólpall. Rennihurð er úr svefnherbergisálmu út á aðalsvæðið með heitum potti. Í svefnálmu er baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf, vegghengt salerni og sturta, tvö svefnherbergi með parket á gólfum. Sólpallur er á með þremur hliðum hússins með skjólveggjum að hluta og heitum pottir. Lóðin er vel staðsett, kjarri vaxin, gott útsýni, leiktæki og lítill geymsluskúr.
Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat