Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Þórarinn Halldór Óðinsson
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1939
svg
308 m²
svg
8 herb.
svg
4 baðherb.
svg
8 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur

Lýsing

Nes fasteignasala kynnir í einkasölu fasteignina:

Helgugata 5, 310 Borgarnes.   

Um er að ræða mjög reisulegt og rúmgott einbýlishús á 3 hæðum ásamt stakstæðum bílskúr á góðum stað í gamla bænum í Borgarnesi. Húsið sem er steinsteypt og klætt að utan er 268 fm að stærð auk bílskúrs sem er 40 fm. Samtals stærð 308 fm skv. skráningu HMS. Húsið stendur á 1.000 fm eignarlóð.
 
Nánari lýsing:

Í húsinu eru 8 svefnherbergi og 3 baðherbergi og snyrting.
Fyrsta hæðin skiptist í anddyri, hol, 4 svefnherbergi, 2 baðherbergi og þvottahús. Gengið er um steyptan teppalagðan stiga upp á aðra hæðina.
Á miðhæðinni eru 3 svefnherbergi, eldhús og stofa og baðherbergi. Gengið út á svalir sem snúa að Borgarvogi. Af hæðinni er gengið um viðarstiga upp á þriðju hæðina, sem er opið rými sjónvarpsstofa ásamt herbergi með snyrtingu á þriðju hæðinni. 
Bílskúr er stakstæður á lóðinni. Húsið er nú nýtt undir rekstur ferðaþjónustu. 

1. Hæð.
Anddyri: Marmaraflísar á gólfi og fatahengi. Rúmgott hol með parket.
Forstofuherbergi: Parket á gólfi.
3 svefnherbergi: Öll með parketi á gólfi.
Baðherbergi 1: Flísalagt í hólf og gólf, baðinnrétting með upphengdum vaski og speglaskáp, baðkar, vegghengt salerni og walk-in sturta . 
Baðherbergi 2: Flísalagt í hólf og gólf, sturtuklefi, salernigengið inn í þvottahús.
Þvottahús: Málað gólf, tvær afstúkaðar geymslur og útgengt á lóð.

2. Hæð: 
Gengið er um bogadreginn steyptan stiga upp á hæðina.
Gangur: Teppi á gólfi, dyr út á svalir.  
Eldhús: Korkflísar á gólfi, rúmóðri innrétting með góðu geysmlu og vinnuplássi, helluborð og uppþvottavél.  
Stofa: Parketi á gólfi, mikið og fallegt útsýni. Hluta stofu hefur verið breytt í 2 svefnherbergi með léttum veggjum sem auðvelt er að fjarlægja og færa í fyrra horf. 
Hjónaherbergi: Dúkur á gólfi, fataskápur.
Baðherbergi: Marmaraflísar á gólfi og flísar á veggjum, innrétting og sturtuklefi.

3. Hæð: 

Setustofa í risi, viðarklædd með parketi á gólfi. Góðir útsýnisgluggar á tvo vegu. 
Herbergi með parketi á gólfi og skáp. Þar innaf er lítil snyrting með dúk á gólfi.

Bílskúr: Hellulögð aðkeyrsla, rúmgóður með steyptu gólfi, gluggum og rafdrifinni bílskúlshurð.

Lóðin er mjög smekkleg og vel hirt með grasflöt, trjágróði og hellulögðum stíg milli húss og bílskúrs. Tröppur að húsinu eru steyptar og stéttir hellulagðar.
 
Hér er um einstaklega reisulega og rúmgóða eign að ræða í góðu umhverfi. Grunnskóli og íþróttamannvirki í næsta nágrenni og önnur þjónusta í göngufæri.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Nes fasteignasala tekur ekki umsýslugjald af kaupendum.

Kostnaður kaupanda:
Stimpilgjald skv. 5. gr. laga nr. 138/2013 um stimpilgjald, 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga. 0,4% við fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald kr. 2.700,- á hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá.
Engin umsýsluþóknun.

img
Þórarinn Halldór Óðinsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Nes fasteignasala ehf
Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi

Nes fasteignasala ehf

Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi
phone
img

Þórarinn Halldór Óðinsson

Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
1. sep. 2023
66.400.000 kr.
90.000.000 kr.
308 m²
292.208 kr.
18. okt. 2016
33.950.000 kr.
45.000.000 kr.
308 m²
146.104 kr.
17. ágú. 2015
32.900.000 kr.
15.778.000 kr.
308 m²
51.227 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2026

Nes fasteignasala ehf

Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi
phone

Þórarinn Halldór Óðinsson

Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi