Opið hús: Gnoðarvogur 70, 104 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 03 02. Eignin verður sýnd þriðjudaginn 27. janúar 2026 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Lýsing
Eignin er skráð 80,3 fm. skv. Fasteignaskrá HMS, þar af er íbúðin sjálf 75,6 fm. og geymsla á jarðhæð 4,7 fm. Íbúðin er á 3ju hæð með góðri yfirsýn.
Íbúðin skiptist í hol, stofu, borðstofu, svalir, eldhús, 2 svefnherbergi, baðherbergi, geymslu og þvottahús í sameign.
Komið er inn rúmgott hol með fataskáð og aðstöðu fyrir fatahengi, holið tengir önnur rými á skemmtilegan hátt.
Stofa, borðstofa og eldhús eru í björtu, hálf-opnu flæði, gengt út á skjólsælar suður-svalir frá borðstofunni.
Eldhús er með fallegri eldri innréttingu í góðu ástandi, tengi er fyrir uppþvottavél og 90 cm. SMEG gaseldavél setur flottan svip á rýmið, borðkrókur er í eldhúsinu.
Svefnherbergin eru Tvö;
Hjónaherbergi með góðum, upprunalegum fataskápum með góðu geymsluplássi.
Barnaherbergið er með nettum, innfelldum fataskáp.
Baðherbergi er flísalagt með baðkari og upphengdri sturtu, þar er gluggi með opnanlegu fagi, handlaug, snyrtiskápur og handklæðaofn.
Fallegt, ljóst viðarparket er á íbúðinni fyrir utan eldhús og baðherbergi sem eru flísalögð.
Sameign hússins er snyrtileg, á jarðhæð eru sérgeymslur íbúða, þessari íbúð tilheyrir 4,7 fm. geymsla.
Þvottahús eru tvö, þjóna þremur íbúðum hvort, þar sem hver íbúð hefur aðstöðu fyrir sína þvottavél/þurrkara.
Fallegur og vel gróinn garður snýr að mestu til suðurs.
Þetta björt og vel skipulögð íbúð í grónu hverfi þar sem stutt er að sækja alla þjónustu, verslun, skóla og samgöngur. Göngufær er í Elliðarárdalinn og Laugardalurinn er skammt undan.
Eftirfarandi viðhald hefur verið framkvæmd undanfarin ár;
2025 endurnýjaður stóri glugginn í sameign ( framhlið hússins ).
2023 endurnýjað þak og þakrennur, þakkantur einnig yfirfarinn og málaður.
2022 ný svalahurð í íbúð ísett.
2022 nýtt salerni í íbúð
2020 skipt um frárennslislagnir og lagnir myndaðar.
2013 húsið múrviðgert og málað að utan.
Allar nánari upplýsingar veitir Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignasli í s. 777-2882 eða thora@esjafasteignasala.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Esja fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.