












Lýsing
Miklaborg kynnir nýtt á skrá: Bræðraborgarstígur 4a, 101 Reykjavík. 6 íbúðir eru í þessu stigahúsi.
Falleg, björt og einstaklega skemmtileg, 84 FM, 4ra herbergja risíbúð í góðu húsi á horni Ránargötu og Bræðraborgarstígs. Glæsilegt útsýni og frábær staðsetning. Geymsla innan íbúðar. Gólfflötur mun stærri en skráður fermetrafjöldi gefur til kynna, en hann er um 120 FM.
Sameiginlegur inngangur. Þegar inn er komið er gengið upp stiga. Íbúðin skiptist í opið rými sem sameinar stofu og eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og geymslu Eldhúsið er með mjög skemmtilegri steyptri eyju og Smeg ofni, gashellur og Mora blöndunartæki. Björt stofan með glugga sem nær niður í gólf með frábæru útsýni yfir hafnarsvæðið. Gólfið í íbúðinni er allt flotað. Þrjú rúmgóð svefnherbergi. Flísalagt baðherbergið, vaskur, baðkar og gluggi. Tengi fyrir þvottavél. Mjög svo sjarmerandi íbúð í rótgrónu hverfi þar sem stutt er í margvíslega þjónustu sem og miðbæinn.
Nánari upplýsingar gefur Gústaf Adolf lgf., gustaf@miklaborg.is / 895-7205.