












Lýsing
Miklaborg kynnir: Asparlundur, (Miðfell við Þingvallavatn) Grímsnes- og Grafningshreppi. Fallegt sumarhús á 1.610 fm eignarlóð á skipulögðu sumarhúsasvæði með læstu hliði.
Um er að ræða afar vel hannað og hlýlegt sumarhús sem býður upp á notalega dvöl allt árið um kring. Húsið er 63,3 fermetrar auk um 20 fermetra millilofts sem er óskráð. Það stendur á skemmtilegri lóð með fallegu útsýni og töluverðum gróðri.
Húsið skiptist í forstofu, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Stofan er rúmgóð með mikilli lofthæð og þaðan er gengið út á stóran sólpall þar sem hægt er að njóta sólar frá morgni til kvölds. Á milliloftinu er herbergi, sjónvarpsaðstaða og lítil geymsla með opnanlegum glugga. Hitaveita er ekki á svæðinu en rafmagnshitakútur sér um neysluvatn og rafmagnsofnar tryggja þægilega innivist.
Sólpallurinn, sem er um 130 fermetrar, nýtist afar vel fyrir útiveru. Á verönd er rafmagnspottur sem er bilaður eða jafnvel ónýtur, hann fylgir með húsi. Framhlið hússins snýr í hásuður og útsýnið frá pallinum er víðáttumikið og stórbrotið. Lóðin er einstaklega skemmtileg, gróin og hlýleg, með fjölbreyttri gróðursetningu trjáa og plantna sem skapa skjól og fegurð.
Stutt er í margar af helstu náttúruperlum Suðurlands, þar á meðal Skálholt, Þingvellir, Laugarvatn, Geysi, Gullfoss og Kerið. Einnig er stutt í sund, veiði, golfvöll, íþróttasvæði og fjölbreyttar gönguleiðir.
Hér er um að ræða sannkallað athvarf fyrir þá sem vilja komast í burtu frá ys og þys, án þess að fórna þægindum eða gæðum. Þetta er sumarhús sem tekur vel á móti þér – sama á hvaða árstíma þú kemur.
Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn hjá Miklaborg í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is