Lýsing
Aðkoma er að sumarhúsasvæðinu frá þjóðvegi 52 (Snæfellsvegur) sjá hér á Google Maps. Alls er gert ráð fyrir 37 lóðum innan svæðisins og skulu hús vera frá 100-400 fm að stæðr skv. byggingarskilmálum er fram koma í deiliskipulagi sem sjá má hér. Einnig eru upplýsingar á vefsíðu sumarhúsasvæðisins hér.
Raðhólar 11 er 8.975 fm sléttlend lóð með klettum innan lóðar sem gefa mikinn svip. Lóðin er vel staðsett upp á sólargang að gera og nýtur sólar frá morgni fram eftir kvöldi. Sjá nánar skipulag svæðisins.
Lóðin verður stofnuð fyrir kaupsamning og ber seljandi þann kostnað. Uppgefið verð miðast við stofngjald leigulóðar en Í boði er einnig að kaupa lóðina sem eignarland á 6.900.000 kr. Ársleiga fyrir leigulóð er 230.000 á ári og í boði er samningur til 50 ára eða lengur ef óskað er.
Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn lögg. fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is