Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1945
77 m²
3 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Þvottahús
Sameiginl. inngangur
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Afar björt og rúmgóð, þriggja herbergja íbúð á 2. hæð í fallegu, steinsteyptu fjölbýlishúsi í gamla Vesturbænum. Húsið hefur fengið gott viðhald. Skipt var um þak 2024 og skipt verður um alla glugga í lok ágúst á kostnað seljanda.**Sækja söluyfirlit**
Lýsing eignar:
Inngangur: Sameiginlegur inngangur að mjög snyrtilegri sameign.
Forstofa/hol: Rúmgott hol, flisalagt með náttúruflísum og góðu skápaplássi.
Eldhús: Opið með fallegri viðarinnréttingu og parketi á gólfum.
Stofa/borðstofa: Rúmgóð og björt, parketlögð stofa og borðstofa í opnu rými. Einstaklega falleg gluggasetning setur sterkan svip á rýmið.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf með steyptri, stórri sturtu, upphengdu salerni og innréttingu auk ágætis skápapláss. Góður gluggi.
Svefnherbergi: Bjart og rúmgott með parketi og skápum.
Herbergi: Gott herbergi með parketi.
Þvottahús: Staðsett inn af baðherbergi.
Við hlið hússins er læst port/húsasund þar sem hægt er að geyma t.d. reiðhjól
Framkvæmdir og viðhald:
Skipt verður um glugga í öllu húsinu. Vinna hefst í lok ágúst og er á kostnað seljanda.
Þak (járn, pappi og fleira) var endurnýjað 2024.
Hús var endursteinað að utan 2008.
Frárennslislagnir út í götu voru fóðraðar 2005.
Aðalrafmagnstafla var endurnýjuð árið 2005 þegar húsi var breytt úr skrifstofuhúsnæði í íbúðarhúsnæði.
Gólfefni, eldhúsinnrétting og baðherbergi voru standsett á sama tíma.
Veggir íbúðar eru flestir léttir og því auðvelt að breyta skipulagi að vild.
Bílastæðahús er staðsett steinsnar frá húsinu með aðkomu frá Mjóstræti. Íbúapassar í boði til notkunar í almenn stæði.
Nánari upplýsingar veitir:
Lilja Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali - s. 649-3868 eða lilja@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
6. sep. 2022
46.000.000 kr.
61.900.000 kr.
77 m²
803.896 kr.
9. mar. 2007
15.900.000 kr.
23.450.000 kr.
77 m²
304.545 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025