Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2024
80,6 m²
2 herb.
1 baðherb.
1 svefnh.
Sameiginl. inngangur
Lyfta
Opið hús: 22. maí 2025
kl. 19:00
til 19:30
Opið hús: Jöfursbás 5, 112 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 01 07. Eignin verður sýnd fimmtudaginn 22. maí 2025 milli kl. 19:00 og kl. 19:30.
Lýsing
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali og Domusnova fasteignasala kynna:
Stóra tveggja herbergja endaíbúð á fyrstu hæð með sérafnotareit og sjárvarsýn.
Eignin var byggð og tekin í notkun 2024 og er með birta stærð 80,6 fm, þar af geymsla 5,9 fm (merkt 0022), sem er í kjallara hússins.
Gólfhiti er í íbúðinni og er hún einstaklega vel hönnuð, 280 cm lofthæð, gott alrými og gólfsíðir gluggar.
Innanhússhönnuðir komu að hönnun allra íbúða og sérstaklega vandað til verka.
Núverandi eigendur létu setja upp mjög vönduð gluggatjöld frá gardinur.is og fylgja þau íbúðinni til nýs eiganda.
Helstu eiginleikar:
Sjávarsýn.
Sérafnotareitur, sólpallur á jarðhæð.
Aukin lofthæð, 280 cm.
Sérsmíðaðar innréttingar sem ná til lofts frá VOKE III.
Vandað parket á gólfum og flísar frá Ebson.
Hiti ásamt hitastýringu í öllum gólfum.
Quarts steinn á borðplötum frá Technistone og undirlímdir vaskar.
Blöndunartæki frá Gohe og hreinlætistæki frá Duravit.
Eldhústæki frá AEG.
Sérhannaðar og vandaðar gardínur frá gardinur.is
Snjóbræðslukerfi í göngustígum með fallegri næturlýsingu.
Spennandi nýtt hverfi með glæsilegu skipulagi.
Allir kaupendur og seljendur okkar fá Gullkort Domusnova. Handhafar gullkortsins fá allt að 35% afslátt hjá 12 samstarfsaðilum okkar: S. Helgason, Sérefni, Birgisson, Módern, Lín design, Tengi, Nespresso, Öryggismiðstöðin, Ísorka, Lýsing og hönnun, Sólar gluggatjöld og Bm Vallá.
Lýsing íbúðar:
Forstofa - rúmgóð með innbyggðum fataskáp og vönduðu parketi á gólfum.
Eldhús - með eyju, góðu skápaplássi og nær innrétting til lofts. Innrétting er vönduð með Quartz stein á borðplötum, innbyggð heimilistæki sem sýnd eru með eigninni frá AEG fylgja íbúðinni.
Borðstofa/Stofa - er samtengd næst eldhúsi og út frá henni er stór gluggi og hurð með útgengi á sérafnotaflöt til norðurs, sjávarsýn er úr stofu og af sólpalli.
Baðherbergi - er flísalagt með 60x60 cm ljósgráum flísum frá EBSON á bæði gólf og hluti veggja. Baðherbergið er með vandaðri innréttingu með Quartz stein frá Technistone. Tenging fyrir þvottavél og þurrkara er í innréttingu á baði.
Hjónaherbergi - er rúmgott með vönduðum fataskáp sem nær til lofts
Geymsla - er merkt íbúðinni í kjallara (0022).
Hjóla- og vagnageymsla er í sameign, djúpgámar á lóð fyrir flokkað rusl og hitalagnir eru í helstu gönguleiðum lóðar.
Hverfið:
Við Eiðsvík í Gufunesi er að rísa spennandi íbúðabyggð í gömlu iðnaðarhverfi sem nú hýsir kvikmyndaver og fyrirtæki í skapandi greinum. Landslagið er einstakt, vogskornir klettar, strendur með svörtum og gylltum sandi, fuglalíf og útsýni yfir Geldinganes, Viðey, Esju og miðborgina. Engar götur skilja byggðina frá náttúrunni og einungis hjóla- og göngustígar liggja að hafi.
Vatnastrætó, ylströnd, göngubrú út í Viðey og góðir göngu- og hjólastígar er meðal þess sem mun einkenna þetta skemmtilega hverfi. Það er einstakt að eiga kost á slíkri náttúruperlu í miðri höfuðborginni.
Það er stutt í alla þjónustu, hvort sem það er í verslun, skóla, leikskóla eða íþróttamannvirki. Í Spönginni má m.a. finna ýmsar matvöruverslanir, vínbúð, veitingastaði, bókasafn, apótek, heilsugæslu, menningarmiðstöð og tónlistarskóla. Stutt er í Vættaskóla sem er grunnskóli og Borgarholtsskóla sem er framhaldsskóli. Þá eru fjölmargir leikskólar í nágrenninu auk þess sem golfvöllur er skammt undan.
Pöntun á skoðun og nánari upplýsingar fást hjá:
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali
Sími: 899 0720
Netfang: hrannar@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Stóra tveggja herbergja endaíbúð á fyrstu hæð með sérafnotareit og sjárvarsýn.
Eignin var byggð og tekin í notkun 2024 og er með birta stærð 80,6 fm, þar af geymsla 5,9 fm (merkt 0022), sem er í kjallara hússins.
Gólfhiti er í íbúðinni og er hún einstaklega vel hönnuð, 280 cm lofthæð, gott alrými og gólfsíðir gluggar.
Innanhússhönnuðir komu að hönnun allra íbúða og sérstaklega vandað til verka.
Núverandi eigendur létu setja upp mjög vönduð gluggatjöld frá gardinur.is og fylgja þau íbúðinni til nýs eiganda.
Helstu eiginleikar:
Sjávarsýn.
Sérafnotareitur, sólpallur á jarðhæð.
Aukin lofthæð, 280 cm.
Sérsmíðaðar innréttingar sem ná til lofts frá VOKE III.
Vandað parket á gólfum og flísar frá Ebson.
Hiti ásamt hitastýringu í öllum gólfum.
Quarts steinn á borðplötum frá Technistone og undirlímdir vaskar.
Blöndunartæki frá Gohe og hreinlætistæki frá Duravit.
Eldhústæki frá AEG.
Sérhannaðar og vandaðar gardínur frá gardinur.is
Snjóbræðslukerfi í göngustígum með fallegri næturlýsingu.
Spennandi nýtt hverfi með glæsilegu skipulagi.
Allir kaupendur og seljendur okkar fá Gullkort Domusnova. Handhafar gullkortsins fá allt að 35% afslátt hjá 12 samstarfsaðilum okkar: S. Helgason, Sérefni, Birgisson, Módern, Lín design, Tengi, Nespresso, Öryggismiðstöðin, Ísorka, Lýsing og hönnun, Sólar gluggatjöld og Bm Vallá.
Lýsing íbúðar:
Forstofa - rúmgóð með innbyggðum fataskáp og vönduðu parketi á gólfum.
Eldhús - með eyju, góðu skápaplássi og nær innrétting til lofts. Innrétting er vönduð með Quartz stein á borðplötum, innbyggð heimilistæki sem sýnd eru með eigninni frá AEG fylgja íbúðinni.
Borðstofa/Stofa - er samtengd næst eldhúsi og út frá henni er stór gluggi og hurð með útgengi á sérafnotaflöt til norðurs, sjávarsýn er úr stofu og af sólpalli.
Baðherbergi - er flísalagt með 60x60 cm ljósgráum flísum frá EBSON á bæði gólf og hluti veggja. Baðherbergið er með vandaðri innréttingu með Quartz stein frá Technistone. Tenging fyrir þvottavél og þurrkara er í innréttingu á baði.
Hjónaherbergi - er rúmgott með vönduðum fataskáp sem nær til lofts
Geymsla - er merkt íbúðinni í kjallara (0022).
Hjóla- og vagnageymsla er í sameign, djúpgámar á lóð fyrir flokkað rusl og hitalagnir eru í helstu gönguleiðum lóðar.
Hverfið:
Við Eiðsvík í Gufunesi er að rísa spennandi íbúðabyggð í gömlu iðnaðarhverfi sem nú hýsir kvikmyndaver og fyrirtæki í skapandi greinum. Landslagið er einstakt, vogskornir klettar, strendur með svörtum og gylltum sandi, fuglalíf og útsýni yfir Geldinganes, Viðey, Esju og miðborgina. Engar götur skilja byggðina frá náttúrunni og einungis hjóla- og göngustígar liggja að hafi.
Vatnastrætó, ylströnd, göngubrú út í Viðey og góðir göngu- og hjólastígar er meðal þess sem mun einkenna þetta skemmtilega hverfi. Það er einstakt að eiga kost á slíkri náttúruperlu í miðri höfuðborginni.
Það er stutt í alla þjónustu, hvort sem það er í verslun, skóla, leikskóla eða íþróttamannvirki. Í Spönginni má m.a. finna ýmsar matvöruverslanir, vínbúð, veitingastaði, bókasafn, apótek, heilsugæslu, menningarmiðstöð og tónlistarskóla. Stutt er í Vættaskóla sem er grunnskóli og Borgarholtsskóla sem er framhaldsskóli. Þá eru fjölmargir leikskólar í nágrenninu auk þess sem golfvöllur er skammt undan.
Pöntun á skoðun og nánari upplýsingar fást hjá:
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali
Sími: 899 0720
Netfang: hrannar@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
11. júl. 2024
57.850.000 kr.
65.000.000 kr.
10107 m²
6.431 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025