Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Óskar Sigurðsson
Þorsteinn Magnússon
Vista
einbýlishús

Kjarrhólar 6

800 Selfoss

118.900.000 kr.

555.607 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2287495

Fasteignamat

100.800.000 kr.

Brunabótamat

99.250.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2005
svg
214 m²
svg
5 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur

Lýsing

ÁRBORGIR SELFOSSI S 482 4800 kynna í einkasölu:

Glæsilegt og fullbúið einbýlishús á eftirsóttum stað á Selfossi. Eignin er timburhús, klætt að utan með ljósum múrsteini, litað bárujárn er á þaki.
Húsið er alls 214,0m2 að stærð og er bílskúr 36,8m2 þar af.
Að innan skiptist eignin  í forstofu, sjónvarpshol, gestasnyrtingu, 4 rúmgóð svefnherbergi, þvottahús, baðherbergi, stofu og eldhús.

Forstofan er flíslalögð og með góðum fataskáp. Gestasnyrting er flísalögð, bæði gólf og veggir en þar er falleg innrétting. Þvottarhúsið er mjög rúmgott, flísar eru á gólfi, þar er stór innrétting, góðir fataskápar og hurð út í garð.
Herbergin eru rúmgóð, fataskápar eru í þeim öllum og parket er á gólfi. Baðherbergi er flísalagt bæði gólf og veggir, þar er hornbaðkar, stór sturta, góð innrétting og hurð útá sólpall.
Sjónvarpshol er parketlagt.
Í eldhúsi er stór og falleg eikarinnrétting með góðu vinnplássi. flísar eru á gólfi og borðkrókur.
Stofan er björt og rúmgóð. Fallegt eldstæði er í stofunni, parket er á gólfi og hurð er útá sólpall í stofunni.
Halogenlýsing er í flestum rýmum hússins, hiti er í gólfum með hitastýringum.
Bílskúr er flísalagður og með rafmagnsopnara á bílskúrshurð

Stór sólpallur með skjólveggjum og heitum potti er við suðurhlið hússins, innkeyrsla er hellulögð og lóðin er gróin og snyrtileg.
Staðsetning er mjög góð en húsið stendur innst í botnlanga í góðu hverfi.

Í heildina er um að ræða afar vandað og fullbúið einbýlishús á góðum stað á Selfossi. 
Nánari upplýsingar á skrifstofu Árborga arborgir@arborgir.is

Árborgir fasteignasala

Árborgir fasteignasala

Austurvegi 6, 800 Selfossi.
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
21. okt. 2013
33.350.000 kr.
43.500.000 kr.
214 m²
203.271 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Árborgir fasteignasala

Árborgir fasteignasala

Austurvegi 6, 800 Selfossi.
phone