Opið hús Tunguás 4 í Garðabær milli kl. 17:00 og kl. 17:30, mánudaginn 21. apríl, annan í páskum.
Lýsing
Eignin skiptist í forstofu og hol, rúmgott eldhús, stofu og borðstofu, fjögur - fimm svefnherbergi, sjónvarpshol, tvö baðherbergi, þvottahús og bílskúr. Í bílskúr er búið að stúka af og útbúa rúmgott svefnherbergi sem er þá fimmta svefnherbergið. Rúmgott geymsluloft.
Allar frekari upplýsingar í síma 663 2300 eða gegnum thorey@landmark.is.
Birt stærð eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS er 224,4 fm en þar af er bílskúr 30,6 fm.
Nánari lýsing:
Forstofa, flísalögð.
Forstofuherbergi (11,1 fm) með fataskáp, nýlegt harðparket á gólfi.
Baðherbergi með salerni og handlaug, flísar á gólfi.
Eldhús, bjart og rúmgott með góðri innréttingu og miklu skápaplássi, tengi fyrir uppþvottavél og bakaraofn í vinnuhæð, flísar á gólfi.
Þvottahús innaf eldhúsi með innréttingu og skolvask, flísar á gólfi og útgengt á baklóð.
Stofa og borðstofa í björtu og opnu rými, nýlegt harðparket á gólfi og útgengt á timburverönd á baklóð.
Hjónaherbergi með fataherbergi á teikningu (21,6 fm), harðparket á gólfi.
Hol með fataskápum, var áður sjónvarpshol en er fataherbergi innaf hjónaherbergi á teikningum.
Barnaherbergi I (14,6 fm) með fataskáp, harðparket á gólfi.
Barnaherbergi II (13,8 fm) með fataskáp, harðparket á gólfi.
Baðherbergi, nýlega endurbætt með upphengdu salerni, handlaug, walk-in sturtu og frístandandi baðkari, flísar á gólfi.
Bílskúr (30,6 fm) þar sem búið er að stúka af rúmgott svefnherbergi, fimmta svefnherbergið.
Húsið er byggt úr timbri á steyptri plötu og þak borið uppi af kraftsperrum. Lóð fullfrágengin með hellulögn, timburpöllum og grasblett.
Allar frekari upplýsingar veiti ég í síma 663 2300 eða gegnum thorey@landmark.is en eins má finna umsagnir viðskiptavina minna á www.thorey.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat