Lýsing
Kaupstaður fasteignasala kynnir í einkasölu Nýbýlaveg 90, íbúð 203, 200 Kópavogi.
Þriggja herbergja íbúð á efri hæð í fjölbýli ásamt bílskúr. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni. Smellið hér fyrir staðsetningu.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG TILBOÐSGERÐ Á SÖLUSÍÐU EIGNARINNAR.
Nýbýlavegur 90, önnur hæð. Íbúð á hæð 72,9m² og bílskúr 28,2m², samtals 101,1m² samkvæmt skráningu HMS.
Fyrirhugað fasteignamat árið 2026: 73.700.000,-
Skipulag íbúðar: forstofa, eldhús, stofa og borðstofa, tvö herbergi, baðherbergi, þvottahús/geymsla, svalir og bílskúr.
Nánari lýsing:
Forstofa, fjórfaldur fataskápur, parket.
Eldhús, helluborð, vifta, stálvaskur, ofn í vinnuhæð, gert ráð fyrir ísskáp í innréttingu.
Stofa og borðstofa, parketlögð, úr stofu er útgengt á svalir til norðurs.
Herbergi I, hjónaherbergi, fjórfaldur fataskápur, harðparket.
Herbergi II, harðparket.
Þvottahús/geymsla, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, hillur.
Baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf, upphengt salerni, sturta, vaskinnrétting, gluggi.
Bílskúr, upphitaður, vaskur, niðurfall, innkeyrslu- og gönguhurð, gluggi.
Helstu endurbætur:
2013: Húsið utanvert múrviðgert og málað.
2016: Skólp endurnýjað undir húsi og út að brunni.
2017: Þakklæðning og hluti borðaklæðningar endurnýjað. Skipt um þak að hluta til (stoðir)
2018/2019: Baðherbergi tekið í gegn flísalagt, sturta, vaskinnrétting, salerni og blöndunartæki. Innréttingar eru frá Innréttingar og tæki.
2020: Nýjir tenglar og rofar, S. Guðjónsson.
2022: Nýtt Parket og gólflistar, settur fataskápur í hjónaherbergi, nýjar hurðar frá Birgisson inni í íbúðinni (ekki hurð frá sameign inn í íbúð), íbúð máluð að innan (ekki þvottahús).
2025: Svalir slípaðar.
Samkvæmt eignaskiptasamningi:
Íbúð II hæð norðurenda merkt 2C er 3 herb.-bað-eldhús-þvottahús og innri forstofa auk bílskúrs merktur 2C og geymslu þar innaf auk hlutfallslegrar eignar í sameign er alls 18,2%.
Staðsetning: Stutt er í alla helstu þjónustu svo sem leik- og grunnskóla og verslanir, eignin er spölkorn frá Fossvogi, stutt í gönguleiðir og útivist.
Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Kaupstaður fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Upplýsingar sem koma fram í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 79.900 m.vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða er umsýslugjald 129.900 m.vsk.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu: www.kaupstadur.is | Borgartún 29, 105 Reykjavík | Kaupstaður
Opið alla virka daga milli kl. 10:00-15:00.