Upplýsingar
Byggt 1959
177,4 m²
3 herb.
1 baðherb.
1 svefnh.
Sameiginl. inngangur
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
OPIÐ HÚS FIMMTUDAGINN 17.OKT MILLI KL. 17:00-17:30.Rúmgóð og mikið standsett 177,4 fm íbúð á efstu hæð (3. hæð) í eigninni við Reykjavíkurveg 68, Hafnarfirði. Samkvæmt teikningu skiptist íbúðin m.a. í gang, stofu, eldhús, baðherbergi og fjögur herbergi en er nýtt á annan hátt í dag. Í kjallara hefur verið innréttuð stúdíóíbúð þar sem er þvottahús/geymsla skv. teikningu. Tvennar stórar svalir eru á íbúðinni. Íbúðin var mikið endurnýjuð að innan árið 2012 m.a. eldhús, baðherbergi og gólfefni.
Nánari uppl. veita: Magnea S. Sverrisdóttir lg.fs s. 861 8511, magnea@eignamidlun.is og Sverrir Kristinsson lg.fs.
Nánari lýsing.
Komið er inn í flísalagða forstofu og gengið upp rúmgóðan steyptan parketlagðan stiga. Komið er í rúmgott hol. Frá holi eru stórar svalir meðfram húsinu til suðausturs. Frá holi er komið í stórt rými sem myndar eina heild en þar eru eldhús, borðstofa og setustofa. Falleg hvít innrétting er í eldhúsi. Gengið er út á stórar svalir til norðvesturs frá borðstofu/setustofu. Gólf á rými er flísalagt. Frá gangi er gengið er upp þrjú þrep í stofuna. Stofan er mjög rúmgóð og með stórum gluggum. Mikil lofthæð er í stofu og loft eru viðarklædd. Gólf er parketlagt. Svefherbergið er parketlagt og með skápum. Baðherbergið er flísalagt og með sturtuklefa. Tveir vaskar. Lögn fyrir þvottavél er á baðherbergi.
Einnig eru til sölu þrír aðrir eignarhlutar í húsinu: 01-0001, 01-0101 og 01-0201 sem eru allir í útleigu. Eignarhlutarnir seljast saman eða í sitthvoru lagi. Miklir möguleikar
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook