Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1973
101,2 m²
4 herb.
1 baðherb.
3 svefnh.
Þvottahús
Sameiginl. inngangur
Opið hús: 17. nóvember 2024
kl. 13:30
til 14:00
Opið hús: Kjarrhólmi 14, 200 Kópavogur, Íbúð merkt: 01 04 02. Eignin verður sýnd sunnudaginn 17. nóvember 2024 milli kl. 13:30 og kl. 14:00.
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Bjarta og fallega fjögurra herbergja íbúð á frábærum stað í Kópavogi við Fossvogsdalinn. Íbúðin er 101,2 fm og er talsvert endurnýjuð og vel skipulögð á 4.hæð með góðum suðursvölum.Í húsinu er virkt húsfélag og hefur húsið fengið gott viðhald undanfarin ár. Þrjú svefnherbergi, endurnýjað baðherbergi, svalir sem snúa í suður og þvottahús innan íbúðar.
Birt stærð séreignar er 101,2 m2 samkvæmt Þjóðskrá Íslands sem skiptist í íbúð 89,4 m2 og sérgeymslu í kjallara 11,8 m2 .
Opið hús fimmtudaginn 07.nóvember frá 17:30-18:00
Nánari lýsing á eign:
Gengið er inn í forstofurými þar sem er forstofuskápur. Parket á gólfi.
Eldhús er með ljósri eldhúsinnréttingu og hvítri borðplötum, inn af eldhúsi er eldhúskrókur. Parket á gólfi.
Stofan er björt og falleg með gott útsýni yfir Fossvogsdalinn. Parket á gólfi.
Rúmgott hjónaherbergi með útgengi á skjólsælar suðursvalir.
Barnaherbergin eru tvö og annað þeirra er með upprunalegum innbyggðum fataskáp. Parket á gólfi.
Baðherbergi var endurnýjað árið 2022. Flísalagt í hólf og gólf með fallegri innréttingu og walk-in sturtu ásamt handklæðaofn.
Þvottahús er með snyrtilegri innréttingu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Flísar á gólfi.
Íbúðinni fylgir geymsla í sameign sem er 11,8 fm að stærð.
Hjóla- og vagnageymsla er í kjallara.
Húsið að utan virðist vera í góðu ástandi og sumarið 2018 var skipt um allt gler, glugga og svalhurðir á suðurhlið hússins.
Fallega gróin lóð við suðurhlið hússins sem er vel við haldið með leikvelli sem er í sameign allra í húsalengjunni.
Staðsetning eignarinnar er virkilega góð en tutt er í fallegar gönguleiðir um Fossvogs- og Elliðaárdalinn, stutt er í skóla, leikskóla og aðra þjónustu.
Nánari upplýsingar veitir:
Magnús Þórir Matthíasson lögg. fasteignasali í síma 895-1427 eða magnus@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
15. apr. 2021
42.500.000 kr.
48.500.000 kr.
101.2 m²
479.249 kr.
12. okt. 2011
16.150.000 kr.
18.200.000 kr.
89.5 m²
203.352 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024