Lýsing
Skv. Þjóðskrá Íslands er eignin skráð 74,2 fm.
Nánari upplýsingar hjá Sólveigu í síma 869-4879 eða á solveig@trausti.is og Kristján í síma 867-3040 eða á kristjan@trausti.is
Nánar um eignina:
Anddyri með skáp. Parket á gólfi.
Eldhús með snyrtilegri innréttingu. Helluborð, vifta og ofn. Parket á gólfi.
Stofa og eldhús mynda eitt stórt alrými. Parket á gólfi.
Svefnherbergi með góðum skáp. Parketi á gólfi.
Baðherbergi með glugga. Snyrtileg innrétting. Baðkar. Handklæðaofn. Flísar í hólf og gólf.
Sameiginlegt þvottahús er á hæð.
Sérgeymsla í kjallara.
Athugasemdir við skoðun:
Móða er í einu gleri í stofuglugga
Kuldabrú í svefnherbergi. Ummerki í lofti.
Svalalokun lekur.
Um er að ræða sæta eign miðsvæðis á Akranesi þar sem stutt er í helstu þjónustu. Tilvalin fyrstu kaup.
Um dánarbú er að ræða og því þekkir seljandi ekki meira til eignarinnar en kemur fram í lýsingu og opinberum gögnum. Því hvetur seljandi væntanlegan kaupanda að gæta sérstakrar árverkni við skoðun á eigninni.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Sólveig Regína Biard löggiltur fasteignasali, í síma 869-4879 eða á netfanginu solveig@trausti.is og Kristján í síma 867-3040 eða á kristjan@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.