Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Páll Þórólfsson
Guðbjörg Guðmundsdóttir
Hlynur Bjarnason
Dagrún Davíðsdóttir
Jason Kr. Ólafsson
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2006
svg
110,3 m²
svg
5 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Útsýni
svg
Laus strax

Lýsing

Betri Stofan fasteignasala kynnir: Refsholt 16 í Skorradal.  - Vel staðsett 110,3 fm. heilsárshús ásamt gesthúsi í byggingu í landi Hálsa í Hálsaskógi við Skorradal. Hitaveita- Heitur pottur er við bústaðinn. Svæðið er þekkt fyrir fegurð, veðursæld og Skorradalsvatn skammt undan. Útsýni að Skarðsheiði og inn Skorradalinn. Sumarhús í aðeins klukkustundar akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Rafmagnshlið inná svæðið.  Sjón er sögu ríkari.

Gott aðgengi er að húsinu og rúmgóð stæði fyrir framan hús og á lóðinni.

Komið inní anddyri með flísum. Hol og úr því er gengið í anddyri, svefnherbergishluta, út á pall austan megin og stofu hluta.
Svefnherbergin eru rúmgóð og eru í norðurhluta hússins og eru samtals þrjú.
Eldhús og stofa eru í opnu rými með góðri lofthæð og flísum á gólfi. Innréttað með skápum, færanlegri eyju, vaski á borði og hillum.
Baðherbergi: Sturtuklefi, salerni, handlaug og skápur þar undir. Til hliðar við baðherbergið er hægt að ganga út á pall og austanmegin við húsið.
Gengið uppá efri hæð sem skiptist í sjónvarpshol, svefnherbergi, geymslu og baðherbergi.
Innbú fylgir með í kaupum eftir samkomulagi og óskum kaupenda,  fyrir utan persónulega muni.
Húsið er hitað með gólfhita.

Húsið er í grunninn bjálkahús sem hefur verið klætt að utan og er því mjög vel einangrað.
Myndavél og lokað hlið er við innkomu í hverfið.
Sumarhúsa félagsgjald í kringum 30.000.- pr.ár, hlið inni í þeirri tölu.
Lóðarleiga í kringum kr. 100.000.- fyrir árið og greidd í maí 2025 til apríl 2026

Svæðið er um 15 ára bústaðabyggð um 30 hús þegar komin en byggðin fer stækkandi. Í Hálsaskógi verða þó ekki fleiri en 60 lóðir. Húsið er á afar friðsælum stað við götu sem heitir Refsholt 16. Bústaðurinn er vestan megin við Skorradalsvatn og með fallegt útsýni á vatnið og byggðina.

Bókið skoðun hjá sérfræðingum um eignina:
Jason Kristinn Ólafsson, sími 775 1515 - löggiltur fasteignasali. - netfang: jason@betristofan.is





Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af ef að kaupum verður:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Betri Stofan Fasteignasala

Betri Stofan Fasteignasala

Borgartúni 30, 105 Reykjavík
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
10. júl. 2009
9.660.000 kr.
7.500.000 kr.
110.3 m²
67.996 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Betri Stofan Fasteignasala

Betri Stofan Fasteignasala

Borgartúni 30, 105 Reykjavík
phone