Lýsing
VINSAMLEGAST ATHUGIÐ AÐ FYRIRHUGUÐU OPNU HÚSI MIÐVIKUDAGINN 27.ÁGÚST HEFUR VERIÐ FRESTAÐ FRAM Á SUNNUDAGINN 31. ÁGÚST KL. 13 - 14
Tannalækjarhólar 8, 311 Borgarbyggð.
VANDAÐ SUMARHÚS Á 1,7 HEKTARA EIGNARLANDI RÉTT HJÁ LANGÁ Á MÝRUM
NÁNARI LÝSING:
Um er að ræða vandað og vel byggt 82,8 fm hús sem var stækkað á vandaðan hátt á árunum 2010-2012.
Að auki fylgir aðalhúsinu óskráð mjög gott gestahús og tvær útigeymslur.
Húsið skiptist þannig að það erum þrjú svefnherbergi, vandað flísalagt baðherbergi með sturtu og innréttingu, hurð út á verönd .
Stofurýmið er rúmgott með parketi og góðri lofthæð, hurð út á verönd.
Eldhúsið er með hvítri plássmikilli innréttingu, innbyggð uppþvottavél og ísskápur fylgja.
Góð geymsla/lagnarými við hliðina á inngangi.
Yfir hluta hússins er plássgott svefnloft sem rúmar vel 3-4 rúm og er þar einnig sjónvarpskrókur.
Mjög stór verönd umlykur húsið á tvo vegu og fylgir nýlegur Soft Tub 4ra - 6 manna rafmagnspottur.
Húsið er að mestu gólfkynnt þannig að gólfhitakerfi er í steyptri plötu nýrri hluta hússins, þannig að í raun er aðeins stofuhluti hússins rafmagnskynntur en baðherbergi og svefnherbergin þrjú eru með gólfhitakerfi.
Mjög stór hitatúpa annar mjög vel heitavatnsnotkun hússins.
Lóð hússins er einstök með tilliti til stærðar og staðsetningar því um er að ræða jaðarlóð er og töluvert langt í næsta hús.
Hún er mjög gróin með fallegum birkitrjám og grasflötum að hluta þar sem auðvelt er að taka á móti stórum hópi vina með ferðavagna. Mjög víðsýnt er í 360 gr.
Til viðbótar aðalhúsinu fylgir plássgóður mjög góður A bústaður með svefnrými fyrir 3-4, snyrting, rafmagn og rennandi vatn.Húsið er óskráð.
Tvær útigeymslur fylgja einnig húsinu og eru þær ekki skráðar.
LEIÐARLÝSING:
Ekið er í gegnum Borgarnes - beygt úr hringtorgi við skilti, Stykkishólmur - ekið í ca 5 mín og beygt til hægri við skiltið Stangarholt / Jarðlangsstaðir / veiðhús sem er rétt áður en farið er yfir brúnna yfir Langá .Sá vegur ekinn ca. 3 - 4 km að flokkunargámum vinstra megin við vegin, ekið ca. 50 mtr áfram og að hliði hægra megin merkt "Bræðratunga" og þá ertu komin/n.
Eignin Tannalækjarhólar 8 er skráð semhér segir hjá FMR: Eign 211-0880, birt stærð 82.8 fm. Nánar tiltekið eign merkt 01-01, ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi eignarlóðarréttindi.
Bókið skoðun hjá Ólafur Björn Blöndal í síma 6900811 olafur@gimli.is eða Lilja Hrafnberg s. 8206511, lilja@gimli.is
Gimli fasteignasala leggur áherslu á traust, áreiðanleika og góða þjónustu.
Það er okkar trú að það skipti öllu máli í fasteignaviðskiptum að viðskiptavinurinn fái trausta og góða þjónustu. Við hjá Gimli höfum stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti í meira en fjóra áratugi. Hjá okkur starfa sérhæfðir og reyndir fasteignasalar sem sinna stórum sem smáum verkefnum af nákvæmni og þekkingu sem skilar árangri.
Hvar erum við?
Gimli Fasteignasala er staðsett á jarðhæð í Skipholti 35 í Reykjavík en einnig rekum við söluskrifstofu að Eyrarvegi 29. 2 hæð á Selfossi.
Við höfum opið frá 10-15 mánudaga til föstudaga. Sláðu á þráðinn eða líttu við hjá okkur í Skipholtinu næst þegar þú átt leið hjá. Við erum alltaf með heitt á könnunni. sími: 570 4800, tölvupóstur: gimli@gimli.is
Gimli gerir betur...
Heimasíða Gimli fasteignasölu
Gimli á Facebook
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Teikningar sem fylgja lýsingu eignarinnar og myndum eru til viðmiðunar og ekki alltaf í samræmi við samþykktar teikningar af eigninni.
Myndir í auglýsingu eru í einkaeigu og er notkun þeirra með öllu óheimil án formlegs leyfis fasteignasala
Gimli fasteignasala leggur áherslu á traust, áreiðanleika og góða þjónustu.
Það er okkar trú að það skipti öllu máli í fasteignaviðskiptum að viðskiptavinurinn fái trausta og góða þjónustu. Við hjá Gimli höfum stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti í meira en fjóra áratugi. Hjá okkur starfa sérhæfðir og reyndir fasteignasalar sem sinna stórum sem smáum verkefnum af nákvæmni og þekkingu sem skilar árangri.
Hvar erum við?
Gimli Fasteignasala er staðsett á jarðhæð í Skipholti 35 í Reykjavík en einnig rekum við söluskrifstofu að Eyrarvegi 29. 2 hæð á Selfossi.
Við höfum opið frá 10-15 mánudaga til föstudaga. Sláðu á þráðinn eða líttu við hjá okkur í Skipholtinu næst þegar þú átt leið hjá. Við erum alltaf með heitt á könnunni.
Gimli gerir betur...