Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Hannes Steindórsson
Bogi Molby Pétursson
Guðrún Antonsdóttir
Heimir Hallgrímsson
Hrafnkell P. H. Pálmason
Viðar Marinósson
Elías Haraldsson
Kristján Þórir Hauksson
Albert Bjarni Úlfarsson
Ragnar Þorsteinsson
Vista
fjölbýlishús

Öldugata 34

101 Reykjavík

104.900.000 kr.

815.074 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2001559

Fasteignamat

91.700.000 kr.

Brunabótamat

64.860.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1961
svg
128,7 m²
svg
5 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur

Lýsing

Nýtt á skrá! Öldugata 34 Reykjavík - Bókið skoðun.

Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynnir virkilega fallega og vel staðsetta 4 herbergja sérhæð með sérinngangi og bílskúr við Öldugötu 34 í Reykjavík. Heildareignin er alls 128,7 fermetrar að stærð og þar af 22,3 fermetra bílskúr. Möguleiki er að leggja þremur bifreiðum í innkeyrslu við bílskúr og fylgir uppsett rafhleðslustöð með. Fallegt alrými með sjarmerandi loftlistum þar sem eldhúsið er opið við stofu og útgengi á svalir til suðurs. Einnig eru stórar þaksvalir/þakverönd út frá hjónaherbergi.

Eignin skiptist í forstofu, hol, alrými (stofa og eldhús), þrjú svefnherbergi, baðherbergi (sem hægt væri að stækka) og tvennar svalir. Bílskúr og góð stæði fyrir framan. Sameiginlegt þvottaherbergi í kjallara ásamt sérgeymslu og kaldri geymslu undir útitröppum sem fylgir þessari hæð. Þakið var endurnýjað fyrir 2-3 árum síðan ásamt því að skipt var um niðurfallsrör.

Lóðin er 354,7 fermetrar að stærð, snyrtileg og sameiginleg. Tyrfður garður til suðurs með fallegum trjágróðri og steyptum veggjum til suðurs og austurs. Möguleiki er að leggja allt að þremur bifreiðum fyrir framan bílskúr sem fylgir hæðinni. 

Nánari lýsing:
Sérinngangur.

Forstofa: Flísar á gólfi og skápar.
Hol: Með parketi á gólfi. 
Alrými: Er rúmgott með parketi á gólfum og skiptist í eldhús og stofu. Stofa rúmar setustofu og borðstofu. Útgengi á svalir sem snúa til suðurs inn í framgarð hússins.
Eldhús: Með flísum á gólfi og hvítri sprautulakkaðri eldhúsinnréttingu með eyju. Granít steinn á borðum og gluggar til suðurs og vesturs. Gorenje eldavél með spansuðuhelluborði. Tengi fyrir uppþvottavél og eyjuháfur.
Stofa: Er rúmgóð með parketi á gólfi og stórum gluggum til suðurs. Stofa rúmar setustofu og borðstofu. Fallegir upprunlegir loftlistar setja fallegan svip á stofuna. Útgengi á svalir.
Svalir: Snúa til suðurs inn í skjólgóðan garð hússins.
Baðherbergi: Með flísum á gólfi og hluta veggja. Baðkar með sturtutækjum og opnanlegur gluggi til vesturs. Innrétting við vask með speglaskáp fyrir ofan.
Hjónaherbergi: Er rúmgott og með parketi á gólfi. Góðir skápar og gluggar til austurs. Útgengi á svalir II frá hjónaherbergi.
Svalir II: Eru stórar þaksvalir/þakverönd til austurs (norðurs og suðurs).
Svefnherbergi II: Með parketi á gólfi og glugga til norðurs.
Svefnherbergi III: Er rúmgott, með parketi á gólfi og glugga til austurs.

Bílskúr: Er 22,3 fermetrar að stærð með rafmagnsopnun á bílskúrshurð. Upphitaður með köldu og heitu vatni. Gluggi til vesturs.
Sérgeymsla: Er staðsett í kjallara. 

Köld geymsla undir útitröppum er rúmgóð og fylgir með hæðinni. 
Þvottaherbergi:
Er staðsett í kjallara. Snyrtileg og með sér tenglum fyrir hverja eign. Hægt er að vera með þvottavél og þurrkara. Gluggar til norðurs.

Um er að ræða frábæra fjölskyldueign í þessu vinsæla hverfi í miðbæ Reykjavíkur. Stutt er í alla verslun og þjónustu, leikskóla, grunnskóla og menntaskóla. Íþróttasvæði, sundlaug í næsta nágrenni. Miðbærinn í göngufjarlægð með allri þeirri verslun og þjónustu sem hann hefur upp á að bjóða.

Nánari upplýsingar:
Heimir Hallgrímsson, lögg. fasteignasali / heimir@fastlind.is / 849-0672

Lind fasteignasala ehf.

Lind fasteignasala ehf.

Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
20. nóv. 2020
61.100.000 kr.
64.900.000 kr.
128.7 m²
504.274 kr.
29. jún. 2019
60.650.000 kr.
62.000.000 kr.
128.7 m²
481.740 kr.
26. júl. 2016
43.250.000 kr.
53.500.000 kr.
128.7 m²
415.695 kr.
24. feb. 2014
33.700.000 kr.
44.500.000 kr.
128.7 m²
345.765 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Lind fasteignasala ehf.

Lind fasteignasala ehf.

Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
phone