Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Hilmar Gunnlaugsson hrl
Sigurður Magnússon
Bryndís Björt Hilmarsdóttir
Vista
einbýlishús

Miðtún 3

710 Seyðisfjörður

39.500.000 kr.

269.809 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2168621

Fasteignamat

30.300.000 kr.

Brunabótamat

66.850.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1965
svg
146,4 m²
svg
7 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur

Lýsing

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  inni@inni.is
 

Einbýlishús á pöllum með þremur svefnherbergjum og bílskúr/íbúð.
Gengið er upp tröppur og á timburverönd framan hússins. Forstofa er flísalögð og með mikilli lofthæð. Frá forstofu er komið í parketlagt hol og til hægri er borðkrókur og eldhús með parketi á gólfi. Eldhúsinnrétting er upprunaleg og er stúkuð af með falsvegg. Stofa er stór og björt. Þar er einnig parket á gólfi, panill í lofti, góð lofthæð og stórir gluggar. Til vinstri frá holi er gengið upp tröppur og á efri pall þar sem eru þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Herbergin eru öll parketlögð. Tvö þeirra eru mjög rúmgóð og það þriðja er aðeins minna. Í hjónaherbergi er nýr fataskápur. Baðherbergi er með dúk á gólfi, flísum á hluta veggja, innréttingu með vaski, nýju salerni frá 2022 og sturtu. Gangur/hol á efri hæð er með parketi á gólfi. Frá holi á neðri palli er gengt niður stiga og þar fyrir ofan hefur verið smíðuð hilla/loft sem nýtist sem geymsla. Niður stigann er komið í þvottahús og geymslu með steyptu gólfi. Þar er sturta og þaðan er útgengt í bakgarð og þar er einnig timbur pallur. Bílskúr var innréttaður sem íbúð og er enn með þeirri herbergjaskipan, s.s. gert ráð fyrir eldhúsi, baðherbergi og svefnrými. Þessi rými þarfnast endurbóta. Baðherbergi er með sturtu, salerni og vaski en eldhús sem var áður hefur verið tekið niður og er nokkuð hrátt. Í svefnrými er korkgólfefni.
Hurðar og innréttingar í húsinu eru upprunalegar sem og gluggar. Helmingur þaksins var endurnýjaður fyrir ca 5-10 árum og hinn helmingurinn var endurnýjaður 2023. 

INNI fasteignasala ehf

INNI fasteignasala ehf

Fagradalsbraut 11, 700 Egilsstaðir
phone
INNI fasteignasala ehf

INNI fasteignasala ehf

Fagradalsbraut 11, 700 Egilsstaðir
phone