Upplýsingar
Byggt 1936
166,1 m²
5 herb.
1 baðherb.
4 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Sérinngangur
Lýsing
Mikið endurbyggt 5 herbergja einbýli við Helgamagrastræti 13 á neðri brekkunni á Akureyri - samtals 166,1 m² að stærð.
Eignin skiptist með eftirfarandi hætti.
Neðri hæð: Forstofa, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, geymsla og bakdyrainngangur.
Efri hæð: Eldhús, stofa, eitt svefnherbergi og geymsla.
Forstofa er með flísum á gólfi og fatahengi.
Svefnherbergin eru fjögur og í þeim öllum eru fataskápar. Herbergi neðri hæðar eru öll með flísum á gólfi og spónlögðum eikar fataskápum. Á herbergi efri hæðar eru pússaðar gólffjalir og eldri fataskápur.
Eldhúsið er með pússuðum gólffjölum og ljósri eldhúsinnréttingu með búri innaf.
Stofan er með pússuðum gólffjölum og þar er sérsmíðuð stofuinnrétting sem fylgir með við sölu. Útgangur er á svalir til suðurs. Svalirnar eru steyptar, flísalagðar og yfirbyggðar.
Baðherbergið er með flísum á gólfi og á veggjum við baðkar. Spónlöð eikarinnrétting, upphengt salerni, baðkar með sturtutækjum og gleri. Opnanlegur gluggi er á baðherberginu og handklæðaofn. Gengið er inn á baðherbergi af gangi neðri hæðar, en einnig er innangengt úr hjónaherbergi.
Þvottahúsið er með sjónfloti á gólfi, ljósri innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara, og vaska. Innaf þvottahúsi er bakdyrainngangur og þar er handklæðaofn. Einnig er útgangur til vesturs út pall og að heitum potti.
Geymslur eru tvær innan íbúðar, annars vegar innaf stofu við hliðina á svölunum og hins vegar innaf þvottahúsi, undir stiga á milli hæða. Á lóð stendur einnig geymsluskúr.
Lítill bílskúr er við húsið, skráður 22,7 m² og er orðinn heldur hrörlegur og nýtist ágætlega sem köld geymsla.
Garðurinn er snyrtilegur og hefur verið tekinn í gegn að hluta. Sólpallur var reistur með suður og vesturhlið hússins árið 2020 (veðrað lerki) og þar var settur upp heitur pottur. Í pallinum er lýsing og rafmagnstenglar og á lóðinni stendur einnig gamall geymsluskúr. Markísa á vesturvegg við sólpall fylgir með við sölu.
Húsið hefur nánast allt verið tekið í gegn á síðustu 13 árum.
Framkvæmdir árið 2012: Eldhús og baðherbergi endurnýjað, allar vatns- og raflagnir sem og rafmagnstafla og inntök, frárennslislagnir innanhúss og útfyrir vegg (plast frá húsi og út í götu, eldri framkvæmd), gólfhiti á allri neðri hæð, hreinsað innan úr húsinu og allt einangrað upp á nýtt og klætt.
Framkvæmdir árið 2017: Þak endurnýjað, nýtt járn, borðaklæðning, pappi og bætt við þaksperrum (hluti þaksperra voru nýttar áfram). Klæðning tekin úr lofti efri hæðar og hún endurnýjuð sem og einangrun.
Framkvæmdir árið 2020: Sólpallur reistur við suður- og vesturshlið, heitur pottur og geymslurskúr auk þess sem lóð var jöfnuð og löguð að hluta. Gler og gluggalistar endurnýjaðir.
Annað
- Hús var málað að utan 2014
- Húsið var allt málað að innan árið 2023
- Gluggar og hurðar voru endurnýjaðar fyrir um 25 árum.
- Innréttingar voru smíðaðar af Valsmíði.
- Flísar á neðri hæð eru parket flísar og gólffjalir á efri hæð eru pússaðar og lakkaðar.
- Allar framkvæmdir voru unnar af fagfólki, byggingastjóri var að verkinu við framkvæmdir 2012 og húsið var þá teiknað uppá nýtt.
- Skemmtilega staðsett hús í göngufæri við sundlaugina og miðbæinn.
Í húsakönnun Akureyrarbæjar segir m.a. um götuna og umhverfið:
Húsið er eitt 10 húsa við Helgamagrastræti og Þingvallastræti, merkileg húsaþyrping sem hönnuð voru af Þóri Baldvinssyni arkitekt fyrir Samvinnubyggingafélag Akureyrar og byggð á árunum 1936 - 1937. Húsin bera einkenni fyrstu funkishúsanna á Íslandi. Þau eru einföld, skrautlaus og innra skipulag þeirra endurspeglast í gluggasetningunni. Húsin eru nánast teningslaga en svalir eru skornar úr einu horni formsins. Þökin eru nánast flöt, þ.e. lágreist skáþök á bak við láréttar þakbrúnir. Upphaflega voru húsin dökk með grófum múr (perlumúr) og voru einhver þeirra ómáluð lengst af. Byggt hefur verið við fjögur húsanna og lágreist valmaþök sett á tvö þeirra. Funksjónalisminn var allsráðandi þegar Helgamagrastrætið byggðist.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Eignin skiptist með eftirfarandi hætti.
Neðri hæð: Forstofa, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, geymsla og bakdyrainngangur.
Efri hæð: Eldhús, stofa, eitt svefnherbergi og geymsla.
Forstofa er með flísum á gólfi og fatahengi.
Svefnherbergin eru fjögur og í þeim öllum eru fataskápar. Herbergi neðri hæðar eru öll með flísum á gólfi og spónlögðum eikar fataskápum. Á herbergi efri hæðar eru pússaðar gólffjalir og eldri fataskápur.
Eldhúsið er með pússuðum gólffjölum og ljósri eldhúsinnréttingu með búri innaf.
Stofan er með pússuðum gólffjölum og þar er sérsmíðuð stofuinnrétting sem fylgir með við sölu. Útgangur er á svalir til suðurs. Svalirnar eru steyptar, flísalagðar og yfirbyggðar.
Baðherbergið er með flísum á gólfi og á veggjum við baðkar. Spónlöð eikarinnrétting, upphengt salerni, baðkar með sturtutækjum og gleri. Opnanlegur gluggi er á baðherberginu og handklæðaofn. Gengið er inn á baðherbergi af gangi neðri hæðar, en einnig er innangengt úr hjónaherbergi.
Þvottahúsið er með sjónfloti á gólfi, ljósri innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara, og vaska. Innaf þvottahúsi er bakdyrainngangur og þar er handklæðaofn. Einnig er útgangur til vesturs út pall og að heitum potti.
Geymslur eru tvær innan íbúðar, annars vegar innaf stofu við hliðina á svölunum og hins vegar innaf þvottahúsi, undir stiga á milli hæða. Á lóð stendur einnig geymsluskúr.
Lítill bílskúr er við húsið, skráður 22,7 m² og er orðinn heldur hrörlegur og nýtist ágætlega sem köld geymsla.
Garðurinn er snyrtilegur og hefur verið tekinn í gegn að hluta. Sólpallur var reistur með suður og vesturhlið hússins árið 2020 (veðrað lerki) og þar var settur upp heitur pottur. Í pallinum er lýsing og rafmagnstenglar og á lóðinni stendur einnig gamall geymsluskúr. Markísa á vesturvegg við sólpall fylgir með við sölu.
Húsið hefur nánast allt verið tekið í gegn á síðustu 13 árum.
Framkvæmdir árið 2012: Eldhús og baðherbergi endurnýjað, allar vatns- og raflagnir sem og rafmagnstafla og inntök, frárennslislagnir innanhúss og útfyrir vegg (plast frá húsi og út í götu, eldri framkvæmd), gólfhiti á allri neðri hæð, hreinsað innan úr húsinu og allt einangrað upp á nýtt og klætt.
Framkvæmdir árið 2017: Þak endurnýjað, nýtt járn, borðaklæðning, pappi og bætt við þaksperrum (hluti þaksperra voru nýttar áfram). Klæðning tekin úr lofti efri hæðar og hún endurnýjuð sem og einangrun.
Framkvæmdir árið 2020: Sólpallur reistur við suður- og vesturshlið, heitur pottur og geymslurskúr auk þess sem lóð var jöfnuð og löguð að hluta. Gler og gluggalistar endurnýjaðir.
Annað
- Hús var málað að utan 2014
- Húsið var allt málað að innan árið 2023
- Gluggar og hurðar voru endurnýjaðar fyrir um 25 árum.
- Innréttingar voru smíðaðar af Valsmíði.
- Flísar á neðri hæð eru parket flísar og gólffjalir á efri hæð eru pússaðar og lakkaðar.
- Allar framkvæmdir voru unnar af fagfólki, byggingastjóri var að verkinu við framkvæmdir 2012 og húsið var þá teiknað uppá nýtt.
- Skemmtilega staðsett hús í göngufæri við sundlaugina og miðbæinn.
Í húsakönnun Akureyrarbæjar segir m.a. um götuna og umhverfið:
Húsið er eitt 10 húsa við Helgamagrastræti og Þingvallastræti, merkileg húsaþyrping sem hönnuð voru af Þóri Baldvinssyni arkitekt fyrir Samvinnubyggingafélag Akureyrar og byggð á árunum 1936 - 1937. Húsin bera einkenni fyrstu funkishúsanna á Íslandi. Þau eru einföld, skrautlaus og innra skipulag þeirra endurspeglast í gluggasetningunni. Húsin eru nánast teningslaga en svalir eru skornar úr einu horni formsins. Þökin eru nánast flöt, þ.e. lágreist skáþök á bak við láréttar þakbrúnir. Upphaflega voru húsin dökk með grófum múr (perlumúr) og voru einhver þeirra ómáluð lengst af. Byggt hefur verið við fjögur húsanna og lágreist valmaþök sett á tvö þeirra. Funksjónalisminn var allsráðandi þegar Helgamagrastrætið byggðist.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.