Lýsing
Um er að ræða 2-3 herb. íbúð á vinsælum stað í Brekkunni sem var að mestu leyti endurnýjuð að innan árið 2022. Sér inngangur austanmegin á húsinu. Frábær staðsettning þar sem stutt er í skóla, sundlaug og verslun. Eignin hefur verið í skammtímaleigu og möguleiki á að fá keypt innbú með eigninni sem var einnig keypt nýtt 2022.
Eignin getur verið laus strax.
*** Allar upplýsingar veitir Ingibjörg Agnes Jónsdóttir, löggiltur fasteignasali síma 897-6717 eða inga@landmark.is ***
FÁÐU SENT SÖLUYFIRLIT STRAX HÉR.
Eignin er skráð samkv. fasteignamati er íbúðarrými samtals 61,6 fm. ásamt sér geymslu í sameign.
Birt flararmál samkv. þjóðskrá er 61,6 fm.
Eignin skiptist í forstofu/ hol, eldhús/borðstofu 2 svefnherbergi (annað skráð sem stofa á teikningu) og baðherbergi. Sér geymsla, sameiginlegt þvottahús ásamt sameiginlegri geymslu.
Forstofa/hol vínilparket á gólfi, þaðan er gengið inn í önnur rými.
Eldhús endurnýjað (2022) á smekklegan hátt. Dökkgrá innrétting með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél, spanhelluborði og ofn í vinnuhæð.
Borðstofa/stofa er í opnu rými með eldhúsi. Sérhannaður bekkur er í rýminu með geymsluplássi.
Svefnherbergi 1 er skráð sem stofa á teikningu er með skápum, vínilparket á gólfi.
Svefnherbergi 2 er með fataskáp, vínilparket á gólfi.
Baðherbergi er endurnýjað (2022), flísalagt með walk-in sturtu, upphengdu salerni, handklæðaofni. Gluggi er á baðherbergi ásamt sjálfvirkri viftu.
Sér geymsla í sameign.
Þvottahús er sameiginlegt og hver með tengi fyrir sína vel.
Eignin var nánast öll endurnýjuð að innan 2022
* Ný gólfefni á alla íbúðina, vínilparket á öllum gólfum nema baðherbergi þar eru flísar.
* Allar innihurðar endurnýjaðar ásamt því að rennihurð var sett í hol til að fela hurð inn í sameign.
* Skipt um alla ofna 2022
* Eldhús endurnýjað og stækkað hurðarop.
* Neysluvatnslagnir endurnýjaðar innan íbúðar
* Baðberbergi endurnýjað
* Búið er að endurnýja allt gler ásamt flestum gluggum.
* Innkeyrsla malbikuð 2023.
* Húsið múrviðgert og skip um þakrennur haust 2024 og klárað verður að mála húsið sumarið 2025.
* Ljósleiðari tengdur í íbúðina 2024.
* Ný slátturvél keypt í sameign 2024.
* Sér hita og rafmagnsmælir.
Lóðin er sameiginleg, gróin með trjám og grasfleti.
Húsgjöld á mánuði eru um kr:10.000.-
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat