Lýsing
Bjarta og fallega 3ja herbergja útsýnisíbúð á 4. hæð (efstu) í vel viðhöldnu fjölbýlishúsi. Birt stærð eignar er 78,4 fm. Góða aðkoma er að húsinu og lóð er snyrtileg og vel frágengin. Stutt er í alla helstu þjónustu, skóla og leikskóla.
Eignin skiptist í forstofu, bjarta stofu / borðstofu, rúmgott eldhús með eldhúskrók, tvö svefnherbergi, baðherbergi og geymslu í kjallara. Þvottahús er á hæðinni sem er bara fyrir íbúðirnar tvær á efstu hæð hússins. Eigninni fylgir hlutdeild í sameign, sameiginlegri hjólageymslu.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX
Nánari lýsing:
Forstofa: Komið er inn í opna forstofur, parket á gólfi.
Eldhús: Rúmgott eldhús með eldhúskrók með fallegu útsýni, góð innrétting, ný eldavél og háfur, parket á gólfi.
Stofa / borðstofa: Björt og rúmgóð með gluggum í tvær áttir, útgengi út á vestursvalir með fallegu útsýni, parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott hjónaherbergi með góðum hvítum skápum, parket á gólfi.
Svefnherbergi 2: Rúmgott svefnherbergi, góður fataskápur, parket á gólfi.
Baðherbergi: Með hvítri innréttingu, salerni, baðkari með sturtu, flísar á gólfi og á veggjum við baðkar.
Geymsla: Rúmgóð geymsla í kjallara.
Þvottahús: Þvottahús er á hæðinni sem er bara fyrir íbúðirnar tvær á efstu hæð hússins.
Sameign: Snyrtilegur teppalagður stigagangur. Sameiginlegt vagna og hjólageymsla.
Húsið: Húsið að Hlíðarhjalla 10, 12 og 14 er steinsteypt. Í Hlíðarhjalla 14 eru 9 íbúðir.
Lóð: Sameiginleg snyrtileg 4087 fm gróin lóð.
Fyrir nokkru var farið í framkvæmdir að utan skv. seljanda, s.s. steypuviðgerðir, málun, endurnýjun á þeim rúðum sem á þurfti að halda og þak yfirfarið og málað.
Stutt er í alla þjónustu, skóla, leikskóla, verslanir, veitingastaði og aðra þjónustu. Falleg eign sem vert er að skoða.
Nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali, í síma 893 3276 eða holmar@helgafellfasteignasala.is.
----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 79.980,- m/vsk.
Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.