Lýsing
Rúmgóð og vel skipulögð 3ja herbergja íbúð með sérinngangi af stigapalli við Ljósuvík 52 í Grafarvogi. Fallegt og víðáttumikið útsýni. 2 rúmgóð svefnherbergi. Hiti í stétt fyrir utan hús. Útgengt á suður svalir frá stofu. Frábær staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, skóla, leikskóla sem og golfvöllinn og útivistarsvæði með skemmtilegum gönguleiðum með sjávarsíðunni.
SMELLTU HÉR OG FÁÐU SÖLUYFIRLIT SAMSTUNDIS - Allar nánari upplýsingar veitir Freyja Rúnarsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 694 4112 eða freyja@landmark.is
Birt stærð eignarinnar er 94,5 fm skv Fasteignaskrá Íslands (merkt 01 0302) og er geymsla þar af 7,5 fm.
Nánari lýsing eignar:
Forstofa með fataskápum og flísum á gólfi.
Stofa/borðstofa með útgengt út á suðursvalir, búið er að endurnýja svalahurð og opnanlegan glugga í stofu. Parket á gólfi.
Eldhús með tengi fyrir uppþvottavél og innbyggðum ísskáp, físar á milli efri og neðri skápa, bakaraofn í vinnuhæð, keramik helluborð og borðkrókur. Flísar á gólfi.
Svefnherbergi I er mjög rúmgott með fataskápum, parket á gólfi.
Svefnherbergi II er rúmgott með fataskáp, parket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með góðri innréttingu og baðkari.
Þvottahús er innaf forstofu með tengi fyrir vask, hillur og þvottasnúrur. (vaskur er til)
Á jarðhæð er 7,5fm sérgeymsla og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.
Allar nánari upplýsingar veitir Freyja Rúnarsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 694 4112 eða freyja@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat