Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Víðir Arnar Kristjánsson
Árni Helgason
Vilborg Gunnarsdóttir
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir
Soffía Sóley Magnúsdóttir
Vista
raðhús

Hraunbær 19

110 Reykjavík

114.900.000 kr.

715.442 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2044411

Fasteignamat

97.600.000 kr.

Brunabótamat

81.360.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1967
svg
160,6 m²
svg
4 herb.
svg
2 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur

Lýsing

Domusnova og Ingunn Björg kynna fallegt, vel skipulagt og mikið endurnýjað raðhús á einni hæð með bílskúr ásamt rúmgóðri afgirtri baklóð með skjólsælli verönd og garði sem snýr til suðurs. Húsið er á  fjölskylduvænum stað í lokuðum botnlanga við Hraunbæ í Reykjavík. Skv. skráningu HMS er eignin samtals 160,6 fm2 að stærð og skiptist í 139,9 fm2 íbúðarrými og 20,7 fermetra sérstæðan bílskúr. 
Aðkoma að húsinu er mjög snyrtileg. 


Að sögn seljenda hefur eignin verið töluvert endurnýjuð á undanförnum árum.
  • 2006 Forhitari fyrir neysluvatn settur upp.
  • 2006 Sett upp ný innrétting ásamt tækjum í eldhúsi og þvottahúsi.
  • 2006 Rafmagnstafla endurnýjuð ásamt raflögnum.
  • 2007 Bæði baðherbergi endurnýjuð, innréttingar, tæki og flísar. 
  • 2012 Ný verönd ásamt skjólveggjum.
  • 2013 Lagt nýtt parket ásamt flísum í forstofu. Skipt um innihurðar og þær stækkaðar í 90 sm. Fataskápar endurnýjaðir. 
  • 2015 Pallur byggður fyrir framan hús. 
  • 2016 Húsið málað að utan ásamt þaki. 
  • 2017 / 2018 Skipt um hurðar ásamt gluggum í bílskúr. 
  • 2021 Skipt um svalahurð ásamt glugga við hana. 
  • 2021 / 22 Skólplagnir endurnýjaðar út í brunn. Settar nýjar flísar á hol. 
  • 2021 / 22 Bílskúr málaður að utan. 
  • 2024 Skipt um ofn í holi. 
Lýsing eignar:
Forstofa: Flísar á gólfi.
Gestasnyrting: Flísar á gólfi og veggjum, vaskur, upphengt salerni, gluggi með opnanlegu fagi.
Hol: Rúmgott, flísar á gólfi, góður fataskápur, útgengt út á skjólgóða afgirta suðurverönd og í garð.
Eldhús: Falleg eikarinnrétting með góðu skápaplássi, granítborðplötur. Tengi fyrir uppþvottavél. Dúkur á gólfi. Innangengt í þvottahús frá eldhúsi.
Þvottahús: Fín innrétting með háskáp, skáp fyrir þvottavél, vinnuborð með vaski og efri og neðri skápum. Búr er inn af þvottahúsi. Útgengi er úr þvottahúsi á framhlið húss.
Stofa/ borðstofa: Mjög rúmgóð og björt. Parket á gólfi.
Svefngangur: Á teikningu eru 4 herbergi í  þessu rými en tvö herbergi hafa verið fjarlægð,  auðvelt að breyta aftur og bæta við tveimur  barnaherbergjum líkt og teikningar gera ráð fyrir. Parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott og bjart, góðir skápar, parket á gólfi.
Svefnherbergi II: Rúmgott, parket á gólfi. 
Baðherbergi: Fín innrétting, sturta, handklæðaofn, upphengt salerni,flísalagt í hólf og gólf. Gluggi með opnanlegu fagi. 
Verönd: Afgirt og einstaklega skjólgóð verönd sem snýr til suðurs. Garður liggur frá verönd að skjólveggjum sem eru með hliði sem opnast út að Rofabæ.
Bílskúr: Sérstæður bílskúr. Nýleg rafdrifin bílskúrshurð ásamt nýlegri inngangshurð og gluggum sem snúa til suðurs. Hellulögð stétt og garður er fyrir framan hús sem liggur að bakhlið bílskúrs, innangengt er í bílskúr að aftan um inngangshurð. Stærð 20,7 fm2.
Geymsla: Gengið er í geymslu um hurð við hlið inngangs í húsið. Rúmgott geymsluloft er yfir geymslu. Þetta rými er ekki skráð inn í fermetratölu eignarinnar skv. skráningu HMS.

Athygli er vakin á því að seljandi hefur ekki búið í eigninni og þekkir því ekki ástand hennar að öðru leyti en fram kemur í söluyfirlitinu. Væntanlegum kaupendum er því bent á að skoða eignina með það í huga. 

Ath! Húsið er ekki skv. upprunalegum teikningum.

Nánari upplýsingar veita:
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir löggiltur fasteignasali / s.856 3566 / ingunn@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:

  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  • Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  • Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
  • Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  • Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  • Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
  • img
    Ingunn Björg Sigurjónsdóttir
    Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
    Domusnova fasteignasala
    Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
    Domusnova fasteignasala

    Domusnova fasteignasala

    Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
    phone
    img

    Ingunn Björg Sigurjónsdóttir

    Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
    Domusnova fasteignasala

    Domusnova fasteignasala

    Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
    phone

    Ingunn Björg Sigurjónsdóttir

    Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur