Lýsing
2024 - Miklar endurbætur á húsi:
- Húsið klætt að hluta
- Svalahandrið endurnýjuð
- Nýjir gluggar eftir þörfum
- Múrviðgerðir og málning
- Þak málað (endurnýjað ca. 2011)
Baldur fasteignasali - Beinn sími: 450-0000 - baldur@fastgardur.is
Falleg og björt 4ra herbergja íbúð með sérinngangi á vinsælum stað í Reykjavík. Íbúðin er 100,2 fermetrar að stærð, vel skipulögð með þremur svefnherbergjum, þvottahúsi og geymslu innan íbúðar. Húsið hefur nýlega gengið í gegnum umfangsmiklar endurbætur að utan, þar sem húsið var klætt, svalahandrið endurnýjuð, skipt um glugga og gler eftir þörfum og nýjar útidyrahurðir settar upp. Hér er um að ræða fallega eign á frábærum stað, þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, skóla, leikskóla og falleg útivistarsvæði.
Nánari lýsing:
Anddyri: Flísalagt með fatahengi.
Svefnherbergi: Þrjú góð svefnherbergi með parketi á gólfi.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og hluta veggja. Handklæðaofn, vegghengt klósett og baðkar með sturtu.
Eldhús: Hvít, snyrtileg innrétting með góðu skápaplássi, flísar á milli skápa og á gólfi. Ofn í vinnuhæð og pláss fyrir uppþvottavél.
Stofa: Björt og rúmgóð með parketi á gólfi.
Þvottahús: Innan íbúðar með glugga, flísum á gólfi, ágætri innréttingu og plássi fyrir bæði þvottavél og þurrkara.
Geymsla: Innan íbúðar.
Að utan:
Húsið var nýlega klætt, svalahandrið endurnýjuð, skipt um glugga og gler eftir þörfum og settar nýjar útidyrahurðir.
Þetta er frábær kostur fyrir fjölskyldur eða þá sem vilja njóta miðsvæðis búsetu í vönduðu og vel við höldnu fjölbýli.
Nánari upplýsingar veitir:
Baldur Jezorski - löggiltur fasteignasali
baldur@fastgardur.is / sími 450-0000
Instagram: Baldur fasteignasali
Netverðmat: Smelltu hér til að sjá hvers virði eignin þín er.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður