Lýsing
Um er að ræða einstaklega glæsilegt sumarhús byggt árið 2018 þar sem búið er að byggja upp frábæra aðstöðu fyrir stórfjölskyldu og/eða starfsmannafélög. Eignin samanstendur af aðalhúsi með svefnlofti, bílskúr með þvottahúsi, aukabaðherbergi, geymslulofti og jafnstórum kjallara með rúmlega fullri lofthæð undir öllum bílskúrnum.
Einnig er stórt gestahús, grillhús, tveimur hellulögðum stórum bílastæðum, niðurgröfnu trampólíni, rúmgóðum sólpöllum með heitum potti, setusvæði í garði með útikamínu og góðum grasbletti, allt rammað inn með birkikjarri á mjög gróinni lóð. Lóðin er hlaðin á pöllum með stuðlabergi. Þetta er einstök eign með heildarfermetrafjölda nálægt 160 fm þótt birt stærð skv. Þjóðskrá Íslands sé ekki nema 45 fm.
Aðalhús (45 fm + 22,6 fm svefnloft):
Forstofa er rúmgóð með góðum fataskáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi með fataskáp, góðum glugga með opnanlegu fagi og parketi á gólfi.
Hjónaherbergi með fataskáp, góðum glugga með opnanlegu fagi og parketi á gólfi.
Baðherbergi er með sturtuklefa, upphengdu klósetti, vask og skúffum, glugga og handklæðaofni. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf.
Eldhús með fallegri viðar innréttingu, efri og neðri skápum, eldavél með ofni, vask og glugga, parket á gólfi.
Stofa/borðstofa er mjög hlýleg með miklum gluggum sem gefa fallega birtu inn í rýmið, gengið út á verönd með heitum potti úr stofu með fallegu útsýni til suðvesturs, parket á gólfi.
Svefnloft er mjög rúmgott og fallega innréttað með parketi í hólf og gólf ásamt góðum glugga með opnanlegu fagi (flóttaleið).
Verönd er á tvo vegu, vestur og suðurhlið hússins, heitur pottur og hægt að ganga á þrjá vegu niður á lóðina.
Lóðin er með fallega hlöðnu setusvæði með útikamínu, góðu grasbletti og fallega birkigrónu umhverfi.
Bílskúr / Áhaldageymsla (61,8 fm):
Á efri hæð sem er 30,9 fm að gólffleti alls er bílskúr með rafdrifinni bílskúrshurð og steyptum máluðum gólfum. Baðherbergi er innst í bílskúr með sturtuklefa, upphengdu klósetti, vask og spegli, flísar á gólfi. Einnig er þvottahús með flísum á gólfi. Geymsluloft er yfir þvottahúsi og baðherbergi.
Á neðri hæð, sem er 30,9 fm að gólffleti, er steyptur kjallari með rúmlega fullri lofthæð og er í dag nýtt sem tómstundarými.
Gestahús (16,7 fm):
Er stór hjónasvíta innréttuð mjög smekklega með setustofu og glugga, parket á gólfi og í lofti.
Grillhús/geymsla (ca. 12-14 fm):
Á lóðinni er góður geymsluskúr þar sem aðstað með grill er og gott geymslupláss.
Bílastæði eru mörg á lóðinni, bæði er þriggja bíla gestastæði í horni lóðarinnar og svo er öll heimreiðin inn að bílskúr fyrir bíla. Framan við bílskúr og milli hans og aðalhúss er hellulagt með snjóbræðslu undir. Lóðin er 5000 fm leigulóð í landi Húsafells á besta stað, hornlóð, á gamla svæðinu, stutt að rölta niður á bæði tjaldsvæði, sundlaug, hótel og veitingastaði. Einnig er golf- og flugvöllur á svæðinu.
Allar nánari upplýsingar veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 899-5949 eða á netfanginu gudbjorg@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.