












Lýsing
Miklaborg kynnir: Falleg 88,9 fm þriggja herbergja íbúð á 3. hæð við Mossagötu í Urriðaholti, Garðabæ. Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, borðstofu, þvottahús, baðherbergi, tvö svefnherbergi og sér geymslu á jarðhæð.
Bókaðu skoðun hjá Óskari Sæmann síma 6912312 eða osa@miklaborg.is
Nánari lýsing íbúðar:
Forstofa er flísalögð með fataskáp. Eldhús með viðar innréttingu og ljósum efri skápum frá HTH, ofni í vinnuhæð, helluborði, viftu, innbyggðri uppþvottavél og plássi fyrir ísskáp. Stofa / borðstofa er í opnu alrými björt og rúmgóð með stórum gluggum og útgengi á góðar svalir. Hjónaherbergi með fataskáp. Barnaherbergi með fataskáp. Baðherbergi flísalagt með hvítri innréttingu, upphengdu salerni og baðkari með sturtu aðstöðu. Sér þvottahús með flísum á gólfi. gólfefni íbúðarinnar er parket nema á votrýmum þar sem eru flísar. sér geymsla á 1. hæð. Eigninni fylgir hlutdeild í sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Urriðaholt er nýlegt hverfi í Garðabæ með útsýni til allra átta. Urriðaholt byggir á hugsjón um að íbúabyggð eigi að hámarka lífsgæði fólksins sem þar býr í sátt við náttúruna í kring og umhverfið allt.
Nánari upplýsingar veitir:
Óskar Sæmann Axelsson löggiltur fasteignasali í síma 6912312 eða osa@miklaborg.is