Lýsing
Eignin er skráð 57,7 fm. skv. fasteignskrá HMS, þar af er íbúðin sjálf 53,7 fm. og sérgeymsla sem henni fylgir 4 fm.
Eignin skiptist í: Forstofu/hol, svefnherbergi, stofu, eldhús og baðherbergi auk sérgeymslu og sameiginlegs þvottahúss í sameign.
Nánari lýsing:
Forstofa/hol er með fatahengi.
Eldhús er með góðri innréttingu meðfram hægri hlið eldhússins,nýleg eldhústækiæki, tengi er fyrir uppþvottavél. Gluggi mót norðri, inn í fallegan bakgarð er á eldhúsi og þar er nettur borðkrókur.
Svefnherbergi er með góðum fataskápum, gluggi er með opnanlegu fagi.
Stofa er rúmgóð og björt með fallegum gluggum sem snúa í suður og tryggja gott birtuflæði inn í íbúðina.
Baðherbergi er flísalagt, innrétting með handlaug og speglaskáp og sérstandandi, nýlegum sturtuklefa.
Íbúðin er björt og skemmtileg, í henni er aukin lofthæð og fallegir listar upp við loft og umhverfis glugga setja fallegan svip á rýmin.
Í sameign er gott sameiginlegt þvottahús þar sem hver íbúð hefur tengi fyrir þvottavél/þurrkara.
Sérgeymsla sem íbúðinni fylgir er á gangi sameignar hún er 4,0 fm.
Þetta er einstaklega vel staðsett eign miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, stutt er í skóla, leikskóla, Sundhöll Reykjavíkur og almenna þjónustu.
Allar nánari upplýsingar veitir Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignasali í s. 777-2882 eða thora@sunnafast.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.