Opið hús: Gullsmári 9, 201 Kópavogur, Íbúð merkt: 02 09 02. Eignin verður sýnd miðvikudaginn 20. ágúst 2025 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.
Lýsing
Trausti fasteignasala kynnir íbúð í Gullsmára 9, 201 Kópavogur, nánar tiltekið eign merkt 09-02, fastanúmer 222-3847 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
***Fyrir 60 ára og eldri***
Björt og vel skipulögð 3ja herbergja íbúð með yfirbyggðum útsýnissvölum á 9. hæð og bílastæði í bílakjallara á þessum vinsæla stað í Kópavogi. Myndavélasími er í húsinu. Eignin er laus við kaupsamning.
Eignin Gullsmári 9 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 222-3847, birt stærð 100.3 fm.
Eignin skiptist í:
Anddyri með innbyggðum skáp og flísum á gólfi.
Stofa mjög rúmgóð og björt með parketi á gólfi. Útgengt er út á yfirbyggðar útsýnissvalir.
Eldhús er opið og bjart með snyrtilegri innréttingu, tengi fyrir uppþvottavél, flísar á milli skápa. Eldhúskrókur með fallegu útsýni og parket á gólfi.
Búr/geymsla er inn af eldhúsi, parket á gólfi.
Hjónaherbergi með góðu skápaplássi og parket á gólfi.
Rúmgott gestaherbergi er með parketi á gólfi
Baðherbergi með innangengri sturtu, snyrtilegri innréttingu, tengi fyrir þvottavél. Dúkur á gólfi og flísalagðir veggir.
Geymsla íbúðar er í kjallara.
Bílastæði í bílageymslu fylgir íbúð.
Sameign er öll hin snyrtilegasta.
Á 13. hæð hússins er veislusalur til afnota fyrir íbúa hússins.
Innangengt er í félagsmiðstöð aldraðra í Kópavogi í Gullsmára 13, þar sem boðið er upp á fjölbreytt félagsstarf og heitan mat í hádeginu.
Í félagsmiðstöðinni er jafnframt hársnyrtistofa og fótsnyrtistofa.
Góð eign á mjög góðum stað þar sem stutt er í alla þjónustu.
Nánari upplýsingar veitir Ómar Örn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali, í síma 897-0203, tölvupóstur omar@trausti.is og Kristján Baldursson hdl. og löggildur fasteignasali síma 867-3040 og á netfanginu kristjan@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.