Lýsing
Bjarta og rúmgóða 122,0 fm íbúð á 7. hæð með stæði í bílageymslu við Ársali 3 í Kópavogi.
Eignin er alls 122,0 fm, þar af íbúð 115,2 fm og geymsla 6,8 fm. Um er að ræða rúmgóða og vel skipulagða þriggja til fjögurra herbergja íbúð með miklu útsýni og stæði í bílageymslu. Hægt er að bæta við þriðja herberginu með auðveldum hætti (sjá teikningu af spegilmynd íbúðar hvernig íbúðin liti þá út).
✅ Björt og rúmgóð íbúð með tveimur svefnherbergjum - hægt að bæta við þriðja herberginu!
✅ Stórar, yfirbyggðar svalir með einstöku útsýni
✅ Mahogny innréttingar og parket á gólfum
✅ Þvottahús innan íbúðar með innréttingu
✅ Frábær staðsetning í Kópavogi – stutt í verslanir, skóla og útivistarsvæði
Nánari lýsing
Hol: Rúmgott með fataskápum, hægt að nýta sem sjónvarpshol.
Alrými: Stofa og borðstofa mynda bjart og rúmgott rými með útgengi á stórar, yfirbyggðar svalir sem snúa til vesturs– með einstöku útsýni.
Eldhús: Mahogny innrétting með góðu skápa- og bekkjarplássi, bakarofni í vinnuhæð, helluborði, gufugleypi yfir, tengi fyrir þvottavél, uppþvottavél getur fylgt.
Svefnherbergi: Tvö rúmgóð svefnherbergi, bæði með fataskápum og parketi á gólfum.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf með upphengdu salerni, sturtuklefa, baðinnréttingu, vegghengdum skáp og handklæðaofni.
Þvottahús: Sér rými inn af eldhúsi með flísum á gólfi, innréttingu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Geymsla & bílastæði: Geymsla í sameign, 6,8 fm. Sérmerkt stæði í bílageymslu fylgir eigninni.
Sameignleg hjóla- og vagnageymsla í sameign.
Staðsetning
Eignin er vel staðsett í Kópavogi, í rólegu og vinsælu hverfi í stuttu göngufæri í skóla, leikskóla, verslanir og fjölbreytt útivistarsvæði.
Afhending
Eignin er tilbúin til afhendingar við undirritun kaupsamnings.
Sækja HÉR söluyfirlit samstundis
Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar og skoðun:
Júlíus Jóhannsson, löggiltur fasteignasali – 823-2600 / julius@landmark.is
Monika Hjálmtýsdóttir, löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur – 823-2800 / monika@landmark.is
Láttu okkur sjá um söluna fyrir þig – við veitum þér faglega söluráðgjöf
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat