Lýsing
Fjögurra herbergja íbúð með sér inngangi á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Smellið hér fyrir staðsetningu.
Húsið er steypt, byggt árið 1947. Eignin skiptist í íbúð 110.0 m² og útigeymslu 4.4 m² (óskráð), stærð samtals 110.0 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Anddyri, eldhús og búr, stofa og borðstofa, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og gangur/hol og útigeymsla
Nánari lýsing:
Anddyri, fatahengi og skóskápur (fylgir).
Hol/gangur er innan við anddyri, þaðan er innangengt í stofu og eldhús.
Eldhús, Brúnás innrétting, helluborð, ofn og háfur, gert er ráð fyrir uppþvottavél og ísskáp í innréttingu (getur mögulega fylgt), borðkrókur.
Þrjú svefnherbergi, öll með fataskápum.
Baðherbergi, flísar á gólfi, vaskinnrétting og skápar, handlaug í borði, salerni og sturtuklefi, gluggi.
Þvottaaðstaða er á baðherbergi, pláss fyrir þvottavél og þurrkara.
Gólfefni: Flæðandi harðparket er á stofu, borðstofu, gangi/holi, eldhúsi og svefnherbergjum. Flísar eru á anddyri og baðherbergi.
Hlíðargata 16 er steinsteypt hús á tveimur hæðum, valmaþak, bárujárn á þaki, timburgluggar og hurðar.
Lóð er gróin og afgirt, steypt stétt liggur að húsi, hellulagt er þaðan að inngangi íbúðar.
Hellulögð verönd með skjólveggjum er við inngang íbúðar. Íbúðin á þrjú sérbílastæði aftan/norðan við húsið, möl í bílastæðum.
Lóðin er 519.0 m² leigulóð í eigu Fjarðabyggðar.
Skráning eignarinnar hjá HMS:
Fastanúmer 216-9192.
Stærð: 01.0101 Íbúð 110 m². 01.0102 Útigeymsla 4.4 m². Samtals 110 m².
Brunabótamat: 49.550.000 kr.
Fasteignamat: 31.250.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat 2026: 32.250.000 kr.
Byggingarár: Íbúð 1947.
Byggingarefni: Steypa.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - byr@byrfasteignasala.is
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi – elin@byrfasteignasala.is
Hrönn Bjargar Harðardóttir, löggiltur fasteignasali / stílisti - hronn@byrfasteignasala.is
Kristín Rós Magnadóttir, löggiltur fasteignasali / lögfræðingur - kristin@byrfasteignasala.is
Sigurbjörg Halla Sigurjónsdóttir, löggiltur fasteignasali - silla@byrfasteignasala.is
Opið alla virka daga milli kl. 09:00-16:00.
Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Byr fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 m.vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
www.byrfasteign.is | Austurmörk 7, 810 Hveragerði - Miðvangur 2-4, 700 Egilsstaðir | Byr fasteignasala