Lýsing
Um er að ræða 96.7fm sumarhús sem stendur á 8.150fm (0.8ha) eignalandi.
Staðsetning hússins er sérstaklega góð en landareignin er gróðri vaxin og skjólsæl og stendur á hæð við Hvítá.
Landið er eignaland og hitaveita er á svæðinu.
Hvítárbraut 31 er eitt af fyrstu húsunum sem byggð voru í Vaðneslandi og var þessi lóð sérvalin á sínum tíma vegna góðrar staðsetningar. Húsið var byggt upprunanlega árið 1973 (59 fm) en viðbygging hússins (26.2fm) var byggð árið 2011
Geymsla/skúr 11.3 var upprunanlega byggð árið 1973 en endurnýjuð/endurbyggð árið 2011. Geymsluskúr 5.6fm, óskráður.
Allar Nánari upplýsingar veitir Sigurður Fannar lögg.fasteignasali í síma 897-5930 eða siggifannar@eignaland.is
Eignin er sýnd samkvæmt samkomulagi.
Nánari lýsing:
Forstofa. lítil forstofa með fatahengi.
Herbergi: Herbergi með parket á gólfi.
Herbergi: Herbergi með parketi á gólfi.
Alrými/stofa og eldhús: Opið alrými sem er "hjarta hússins" þar er kamína/arinn fyrir miðju rými. Parket er á gólfi. Eldhússsinnrétting er ágæt með sæmilegu skápaplássi.
Baðherbergi: Korkur og flísar á gólfi, sturtuklefi og lítil innrétting.
Svefnherbergi: Rúmgott svefnherberegi með fataskápum, korkur á gólfi.
Skúr/Geymsla: Sérgeymsla er sambyggð húsinu, inntök og ágæt vinnuaðstaða.
Sólpallur: Rúmgóður og veglegur sólpallur er umhverfis allt húsið. Fremst á pallinum er heitur pottur.
Geymsluskúr: 5.5fm bjálkahús er á baklóð. Húsið er óskráð.
Lóðin: Glæsileg, gróðursæl lóð þar sem náttúran skartar sínu fegursta sumar, vetur, vor og haust.
Viðhald /framkvæmdir: Eignin hefur fengið hefðbundið og reglulegt viðhald í gegnum árin.
En hér að neðan eru helstu endurbætur.
2005 var sett ný rotþró 2500 lítra.
2006 var endurbættur og að mestu smíðaður nýr pallur undir pott.
2007 var þak endurnýjað, einangrun, þakjárn og vindskeiðar. Það sama á við um skúr/geymslu.
2008 var reistur ca. 5,5 fermetra bjálkaskúr sem er óskráður.
2011 Var byggð frá grunni 26,2 fermetra viðbygging við gamla húsið.
2014 var c.a. helmingur af gamla sumarhúsinu klætt að nýju ásamt geymslu/skúr.
Rekstarkostnaður:
Fasteignagjöld 2025 kr. 290.900,- á ári.
Hiti hefur verið um kr. 125.000,- á ári, en á að hækka eitthvað á komandi ári.
Árgjaldi til félags landeigenda er kr. 10.000,- á ári.
Árgjald til vegamála Borgarhóls og Hvítárbrautar er 2025 kr. 40,000,- á ári en fer niður í ca. 20.000,- á ári - allt eftir framkvæmdum.
Samantekt:
Um er að ræða sumarhús sem er sérstaklega vel staðsett í einstaklega gróðusælu umhverfi. Sumarhúsið er sjarmerandi og er blanda af gömlu og endurgerðu húsi.
Lóðin ein og sér er sérstaklega falleg. Eignin hefur fengið gott viðhald í gegnum árin.
Hér á setningin "sjón er sögu ríkari" einkar vel við.
Allar Nánari upplýsingar veitir Sigurður Fannar lögg.fasteignasali í síma 897-5930 eða siggifannar@eignaland.is
Eignin er sýn samkvæmt samkomulagi.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignaland fasteignasla bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda samkvæmt gjaldskrá.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.